1.1.2007 | 01:42
GLEÐILEGT ÁR!
GLEÐILEGT ÁR!!
(Flugeldasýning í Stokkhólmi)
Gleðilegt ár til allra ættingja og vina með þökkum fyrir öll gömlu árin. Síðasta ár var mjög viðburðaríkt hjá okkur, eins og þið vitið. Við söðluðum um og fluttum hingað til Svíþjóðar um mitt ár og erum búin að lifa hér eins og blóm í eggi.
Gamlárskvöldi eyddum við hér í Stokkhólmi hjá Beggu og Steinari, bara eins og í gamla daga. Við átum á okkur gat af kalkúnunum hennar Beggu, skutum upp flugeldum og horfðum á fjölskyldumynd í sjónvarpinu þegar við gátum ekki hreyft okkur lengur. Diljá var nú sofnuð löngu fyrir miðnætti og vaknaði ekkert við allar sprengingarnar og flugeldana sem lýstu upp næturhimininn. Það var ekkert minna hér af flugeldum en heima svo að við erum bara ánægð með gamlárskvöldið. Það var niðurtalning í sænska sjónvarpinu þar sem fjöldi fólks var samankominn á skemmtidagskrá á Skansinum. Svo heyrðum við ,,Nú árið er liðið" óma á sænsku í jassaðri stuðútgáfu! Klukkan eitt að sænskum tíma hlustuðum við síðan á þegar árið var hringt inn á Íslandi og óskuðum hvert öðru þá aftur gleðilegt nýárs. Hlustuðum á íslensku kóraútgáfuna af ,,Nú árið er liðið" og fórum síðan að sofa, södd og sæl.
Í dag ætlum við að kíkja á áramótaskaupið og annálana á netinu en fyrst ætla ég að fá mér ,,brunch" sem Begga er búin að töfra fram af sínum alkunna myndarskap!
Athugasemdir
Gleðileg ár kæra fjölskylda. Hlakka til þess að sjá ykkur á Íslandi í sumar, get ekki beðið. Takk fyrir öll þau gömlu og frábæru ár sem ég hef þekkt ykkur og kyssið nú litlu og stóru frænkur mínar
Bertha Sigmundsdóttir, 3.1.2007 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.