Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Fyrirspurn
Sæl Aðalheiður og Óli Ég heiti Einar Bjarnason og er grunnskólakennari í Hafnarfirði. Ástæðan fyrir því að ég hef samband er að við konan erum að hugsa um að kannski flytja til Svíþjóðar. Hún í nám og ég vonandi að vinna. Við vorum á netinu og rakst ég á heimasíðuna ykkar. Okkur datt í hug að spyrja ykkur hvernig ykkur liði í Svíþjóð. Við erum með 3 börn 6, 8 og 12 ára. Er barnvænt og fjölskylduvænt að búa þarna? Erum að hugsa um Lund. einarbjarna@engidalsskoli.is Kv. frá Íslandi
Einar Bjarnason (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 15. jan. 2009
Hæææææ
Vá hæ og gaman að fá fréttir af þér! Mér er oft hugsað til þín og hvað þú sért að gera í lífinu, nú get ég bara fylgst með þér hér :)
Þóra Gunnarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 19. nóv. 2008
Hvað er netfangið ykkar?
Hvað er netfangið ykkar? RGK
rgk (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 12. sept. 2008
Fréttir frá Växjö
Halló allir sem lesa bloggið hjá Heiðu og Óla. Módemið er bilað og þess vegna eru engar nýjar fréttir af fjölskyldunni, En allt er í lukkunar velstandi hjá þeim, stelpurnar byrjaðar í skólanum Diljá Fönn í leikskólanum og Heiða og Óli vinna og hafa gaman af því. Kram
Begga (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 6. sept. 2008
kveðja
Elsku Heiða til lukku með lífið gaman að komast loksins til að kíkja á síðuna(kann bara að kveikja á bókhaldsforritinu)hihihi æði að mamma skildi loksins skella sér hafið það gott elskurnar kossar á línuna og jú ég kem sko á ABBA næsta sumar hlakka mikið til verð að fara að æfa mig hahaha love frá Jónína og fjölsk.
jónína ólafsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 16. ágú. 2008
40 ár
Elsku Heida innilegar hamingjuóskir med daginn. Hugsa sér ad thad séu lidin 40 ár sídan ég fékk litla systir,hvert fóru öll árin !!!! Vona ad thú hafir átt frábaeran dag og ég held svei mér thá ad thú sért ad verda fullordin..... Puss och kram frá okkur öllum í Stockholm
Begga (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 6. júlí 2008
Stóri dagurinn
Hæ,hæ og takk fyrir síðast. Vildi bara senda hlýja strauma fyrir morgundaginn. Begga
Gudrun Helgadottir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 6. apr. 2008
Hæ, hæ
Frábært blogg hjá þér Heiða. Gaman að lesa um lífið ykkar þarna í Svíþjóð. Skilaðu góðum kveðjum til Óla. Kveðjur, Álfheiður
Álfheiður Ingólfsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 5. nóv. 2007
Kveðja
Halló öllsömul.Það er ekki spurning fermingin á eftir að ganga eins og í góðri lygasögu. Skilaðu kveðju frá okkur hér í svíþjóð og svo hittumst við á miðvikudaginn.Kysstu Rebekku frá okkur Kveðja Begga
Gudrun Helgadottir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 28. júlí 2007
Til hamingju
Til hamingju með þetta allt saman. Já flottur málsháttur fyrir 'Ola Kalla, passar einkar vel. Ég var svo heppin að hafa öll börnin mín hjá mér um páskana og við fengum öll páskaegg frá Nóa(lítil) og minn hljóðaði svona og passaði einkar vel.. "Mjúk er móður höndin" Látið ykkur líða vel elskurnar kveðja Svava í DK
Svava Bjarna (Óskráður), mið. 18. apr. 2007
Hæ öll
Loksins samband gaman að sjá síðuna ykkar kv. Geiri og Berglind
Geiri (Óskráður), fös. 6. apr. 2007
Til hamingju.......
...með afmælið elsku Rebekka. Bestu kveðjur til ykkar allra og hlökkum til að sjá ykkur í sumar. Inda og Hjörtur Emir.
Inda (Óskráður), sun. 4. mars 2007
Til hamingju Rebekka mín
Elsku Rebbekka mín Hjartanlegar hamingjuóskir með daginn, bara orðin 14 ára, hvurslags. Ég get ekki beðið eftir að sjá þig í sumar, hlakka rosalega til að koma í ferminguna þína. Ég vona að þú njótir dagsins, ég er búin að heyra af því að Jenny vinkona þín er að koma í sleep over, svaka stuð!!! Ég sé þig svo í sumar. Ég er líka búin að skrifa inná þitt blogg, en sé að þú ert búin að hafa of mikið að gera til þess að skrifa þar reglulega. Held samt áfram að fylgjast með þér á þínu bloggi ásamt hér á bloggi mömmu þinnar. Kossar og knús og heitar afmæliskveðjur frá Kaliforníu frá mér og okkur öllum. Bertha frænka
Bertha Sigmundsdóttir, fös. 2. mars 2007
Kveðja frá Brúnastöðum
Kæra fjölskylda, en gaman að rekast á síðuna ykkar á netinu. Var nú bara að skoða leðursófasett á netinu og google vísaði mér m.a. á bloggsíðuna ykkar...alveg ótrúlegt. Af okkur er bara fínt að frétta, fyrir utan einstaka upp- og niður pestir, en það fylgir víst árstímanum. Gott að heyra og sjá að ykkur líður vel í Sverige, munum halda áfram að fylgjast með ykkur :-)´ Kærar kveðjur frá Sigrúnu, Bjössa, Gylfa og Önnu Lilju
Sigrún Sæmundsdóttir (Óskráður), þri. 20. feb. 2007
Kvitta
Það er orðið langt síðan ég hef kvittað fyrir mig þó ég komi reglulega inn á síðuna. Kvitt, kvitt.
Guðlaug Úlfarsdóttir, mán. 5. feb. 2007
Hæ
Gamann að sjá ykkur hér á netinu, það vill svo til að ég var að skoða gamla pappíra og viti menn, ég sá blað með passwordinu mínu á netfanginu sem ég (og Lovísa) vorum með þegar við áttum heima í Noregi, og ég varð bara að prufa hvort það væri enþá virkt, ekki búið að vera notað síðan 2000 - 2001, svo ég bara fór á heimsíðuna hjá sensewave.com og loggaði mig svo inn á netfangið mitt gamla saga.lind@sensewave.com og viti menn !! það var bara enþá virkt ! og ekki bara það heldur var svolítið að pósti þar, 1 bréf frá Óskari bróðir Lovísu (dreifibréf á alla í adressubókini hans) og svo póstur frá ykkur með heimilisfangi, síma og þessari bloggsíðu ykkar, svo stundum borgar sig að róta í gamla draslinu ha !! bið að heilsa og stelpurnar líka, kv. Siggi, Saga og Lea
Sigurður Adolfsson (Óskráður), fim. 1. feb. 2007
Jólakveðja frá DK
Heil og sæl elskurnar! Mikið er gaman að sjá hvað ykkur líður vel þarna hinumegin. Góð og gleðileg jól hvar sem maður er ef maður er bara með þeim sem manni þykir vænt um. Svona er þetta líka hjá okkur. Viðe rum reyndar ein í kotinu núna en það verður ekki lengi. Verðum á gamlárskvöld í dönskum hefðum hjá vinum og kuningjum.... Hafið það sem allrabest um áramótin og okkur hlakkar til að sjá ykkur sem fyrst kveðja >Svava og Siggi>
Svava Bjarnadóttir , lau. 30. des. 2006
Gleðileg jól elskurnar.
Viljum bara óska ykkur gleðilegra jolarestar og vonum að þið haldið áfram að njóta. Bið fyrir bestu kveðjur á "Vesturbrautina". Það yljar manni að rifja upp gömlu góðu áramótin þar. Unnur, Óli og Árni.
Unnur og félagar. (Óskráður), fös. 29. des. 2006
Skagafjörður
Elsku Heiða og þið öll.Gaman að sjá allar myndirnar og fá fréttir.Við sendum ykkur góðar óskir héðan úr landi roks og rigningar. Kær kveðja Birna og Co.
Birna Hafsteinsdóttir (Óskráður), mán. 25. des. 2006
Jólakveðja frá Höfn í Hornafirði
Kæra Heiða, Óli og dætur. Okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Hafið það sem best í Sverge. Jólakveðja, Hulda Valdís, Jón Garðar og börn.
Hulda Valdís Gunnarsdóttir (Óskráður), lau. 16. des. 2006
Hún á afmæli í dag
Elsku besta Diljá mín. Hjartanlegar hamingjuóskir með daginn, er það ekki í dag annars, núna fer ég að halda að kannski sé ég eitthvað rugluð og afmælið þitt sé á morgun. Allaveganna, til hamingju með að verða orðin þriggja ára gömul og skemmtu þér vel á þínum degi, og bakaðu og borðaðu nú stóra köku!!!! Ástarkveðjur frá Berthu frænku í Ameríku og Kalla og Mikaelu og Jasmine og Janae og auðvitað Tim líka.
Bertha Sigmundsdóttir, lau. 2. des. 2006
Frá Solna
Hæ öll sömul. Bara að láta vita að ég komst inná síðuna og er að fara að athuga "billiga biljetter" til ykkar
Þórunn G (Óskráður), mán. 6. nóv. 2006
Hann á afmæli í dag
Hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Óli Kalli, hann á afmæli í dag. Er ég ekki góð söngkona, ég get sko svarið það... Elsku Óli minn, ég vona að þú njótir dagsins, kannski ertu búinn að borða góðan mat og fína köku, eða kannski bara búinn að hjóla útum allt í dag. Mér er hugsað til þín í dag og á hverjum degi og get ekki beðið eftir að mala þig í Yahtzee næsta sumar... Ástarkveðjur frá okkur í núna köldu San Jose Bertha og co.
Bertha Sigmundsdóttir, lau. 4. nóv. 2006
Skagfirska blíðan......
Alltaf að drepast úr forvitni um ykkur.Veit meira hvað þið aðhafist í útlöndunum heldur en nokkurn tíma á meðan við bjuggum í sama landinu.Fyndið.Mig langar svo að spjalla að þú mátt alveg fara að kenna mér á msn ið því það dregst að Ragga komi.Sendu mér tölvupóst hvenær það getur orðið.Er með kveikt á tölvunni í kvöld og skal reyna að kveikja snemma á morgun.Kveðjur úr blíðunni.Birna.
Birna Hafsteinsdóttir (Óskráður), fös. 13. okt. 2006
Kveðja frá Kópavogi
Halló-hæ Gaman að sjá að ykkur líður vel og njótið lífsins þrátt fyrir að vera farin frá okkar yndislega landi.... Hafið þið það sem allra best um aldur og ævi. Kossar og knús ella
Elín Helga (Óskráður), mán. 18. sept. 2006
Haustkveðjur.
Bara að kíkja.Allt gott héðan.Göngur skella á í næstu viku og Brynjar byrjar í aðlögun á leikskólanum þann 7. sept.Vona að það gangi vel að flytja í nýja húsnæðið og þið séuð ánægð með nýja heimilið.Verð fegin þegar þið nettengist aftur og ekki síst bráðlangar mig að sjá myndir frá ykkur.Kær kveðja Birna.
Birna Hafsteinsdóttir (Óskráður), fös. 1. sept. 2006
Kveðja úr Heppuskóla
Sæl og blessuð, gott að heyra að Diljá er að hressast. Lífið gengur sinn vanagang hér í Heppu og þó, við söknum þín auðvitað! Reynum þó að pluma okkur án þín! Enn er bullað á kennarastofunni og góður mórall í kennarahópnum. Vonandi gengur allt vel hjá ykkur. Bestu kveðjur Geirlaug
Geirlaug Ottósdóttir (Óskráður), fim. 31. ágú. 2006
Jónína og fjölsk
Sæl Heiða og co það eru aldeilis fréttir vona að daman hressist fljótt hef ekki kíkt á ykkur lengi skelltum okkur í smá ferðalag.Þarf að ná sambandi við þig Heiða sendu mér netfang sem fyrst eða síma ástar kveðjur á meðan, kv Jónína
jónína (Óskráður), fim. 17. ágú. 2006
Hæ
Og til hamingju með afmælið í gær Sesselja. Héðan er allt fínt að frétta,ég er í sumarfríi í heila 3 daga og er á leiðinni út að þrífa bílinn, varð hugsað til ykkar og ákvað að senda ykkur kveðju áður en ég byrja að púla hehehe. Þúsund kossar ti ykkar allra og gott að heyra að Diljá er að braggast. Hjörtur Emir er farinn að tala mjög mikið og er byrjaður að pissa í kopp af og til, finnst það rosalega merkilegt og mér reyndar líka :0) Bið að heilsa í bili. Kv.Inda
inda (Óskráður), mið. 16. ágú. 2006
Grattis Sesselja
Til hamingju með afmælið og gangi þér vel í skólanum á mánudaginn. Kveðja frá öllum á Nategränd
Begga (Óskráður), þri. 15. ágú. 2006
hallo hallo Svergie
GAman að kíkja á ykkur hérna á veraldarvefnum. Sandra er sko búin að sakna Rebekku í sundinu í sumar. Dilja láttu þér nú batna sem allra fyrst. Kveðja Erna og Sandra
Erna Einars (Óskráður), fim. 10. ágú. 2006
Frá Chandler, Arizona
Kæru vinir! Gaman að lesa greinarnar, það skín alveg hreint í gegn hvað þið eruð ánægð með Sverige. Erum virkilega glöð fyrir ykkar hönd, og við höldum áfram að fylgjast með. Bestu kveðjur, Baldur, Kristín og Alex litli
Baldur Benediktsson (Óskráður), lau. 29. júlí 2006
Gott að heyra
Mikið er gaman að heyra frá ykkur þarna í Svíþjóð. Gott að þið njótið lífsins og gaman að heyra að Óli slappar meira að segja svolítið af. Kveðja Gulla og co.
Guðlaug Úlfarsdóttir, mán. 24. júlí 2006
Heitar kveðjur
Mikið var ég nú ánægð þegar ég sá að þú varst búin að skrifa inná, er búin að bíða spennt eftir að heyra fleiri sögur úr Svíaríkinu. Gaman að sjá að allir uni sér vel, auðvitað bið ég rosalega vel að heilsa frænkum mínum, ég sé hana Diljá fyrir mér hlaupandi út í sjó að hreinsa tærnar!! Ég var að reyna að skrifa inná bloggið hjá Rebekku en þarf víst að fá leyfi til þess, ertu til í að biðja hana um að gefa frænku sinni leyfi til þess að fylgjast með henni líka á blogginu...please... Við erum bara að kafna úr hita hér, þvílík hitabylgja búin að vera í gangi hér og virðist ekkert vera að hverfa neitt í bráð. Við hoppum bara útí sundlaug eða förum í bíó þar sem er loftkælning, svo að við dettum ekki útaf með sólarsting eða eitthvað verra... Sakna ykkar allra rosalega mikið og bíð bara spennt eftir fleiri bloggfærslum. Eruð þið til í að senda mér símanúmerið hjá ykkur um leið og það er komið svo að ég geti nú bjallað í ykkur líka, verð að fá að heyra í ykkur hljóðið!!! Bestu kveðjur í bili, vonast til að heyra í ykkur bráðlega, ástarkveðjur frá okkur í San Jose.
Bertha Sigmundsdóttir, sun. 23. júlí 2006
Litlagerði
Hæ elskurnar var að frétta af síðunni gott að heyra að allt gengur svona vel.kíki á ykkur og sendi línur hér er allt gott að frétta bestu kveðjur koss og knús kv Jónína.
Jónína Hildigunnur (Óskráður), fös. 21. júlí 2006
Skagafjörður
Hæ.Kíki á ykkur reglulega.Gott að geta fylgst með.Hér er að skella á heyskapur og þar sem veðurfarið er mjög svo fjölbreytt í sumar ætlar mútta að koma til okkar á þriðjudag og vera okkur til halds og trausts.Svo erum við komin með gemsa...loksins,og er að læra á sms.Sendi númetið seinna.Kveðja Birna.
Birna Hafsteinsdóttir (Óskráður), lau. 15. júlí 2006
smá kveðja.
Hæ hæ Heiða. Ég mátti til með að skella smá kveðju hér inn. Velkomin með nýja heimilið í nýju landi. Það er gaman að heyra að allt gengur vel hjá ykkur. Bestu kveðjur, Lína í Danmörku.
Líneik Dóra Erlingsdóttir. (Óskráður), þri. 11. júlí 2006
Til hamingju með daginn Heiða !!!!! (";)
Hæ öllsömul. Gott að heyra að ykkur líður vel og eruð ánægð þarna í útlandinu. Sendum ykkur kossa og knús ( og sérstakleg til þín Heiða mín svona í tilefni dagsins). Allir hér biðja að heilsa.
Inda (Óskráður), fim. 6. júlí 2006
Humarhátíð
Við Árni skelltum okkur austur á Humarhátíð sem hefur verið frekar blaut það sem af er. Mikið var nú skrýtið að fara út að labba og hafa ekki Fákaleiruna sem viðkomustað. Ákvað að fara í innbæinn í staðinn en skrýtna tilfinningin hvarf ekki. Sennilega er þetta söknuðurinn sem kemur svona yfir mig allt í einu. Vonandi gengur allt vel hjá ykkur. Saknaðarkveðjur úr Hlíðartúninu.
Unnur (Óskráður), lau. 1. júlí 2006
Til hamingju
Hæ hæ Við erum hérna megin í blíðunni. Talaði til Íslands í dag og fékk að vita að það væru búnir að vera 4 sólardagar í Reykjavík í júni. Við erum svo ánægð með að það er Ekki sól í dag hjá okkur. Til hamingju með flutningana og vonandi gengur ykkur vel að koma ykkur fyrir í landinu góða. Bestu kveðjur frá Danaveldi Svava og Siggi. P.S. Það koma margir frá Svíþjóð til að versla á grensunni hjá okkur... Þið kíkið við þegar þið eigið leið um.... :)
Svava (Óskráður), mán. 26. júní 2006
Úr blíðunni
Hæ hæ, jafnvel þó þið ætlið ekki að skrifa neitt um blíðuna þá má ég. Hér er frábært veður núna um helgina en svo spáir kólnandi og verður dæmigert humarhátíðarverður kalt og rigning um næstu helgi. Gaman að sjá hvað þið hafið það gott og gott að Óli er að komast í vinnu annars yrði fráhvarfið honum sjálfsagt um megn. Kv. Gulla og co
Guðlaug Úlfars (Óskráður), sun. 25. júní 2006
Skagafjörður
Heja!Sakna ykkar.Gott þetta með veðrið því hér er bongóblíða nema hvað.Vona að þið getið slappað af.Hvenær get ég sent ykkur tölvupóst?Fann smávegis sem gleymdist í íbúðinni.Geymi það vel.Sólarkveðja til ykkar allra.Birna.
Birna Særún (Óskráður), mið. 21. júní 2006
Kveðja til ykkar
Frétti af þessari síðu hjá Unni (en ekki hvar!) og kem örugglega til með að líta hér við reglulega. Gangi ykkur vel að koma ykkur fyrir í Svíaríki og hafið það gott.
Álfheiður (Óskráður), þri. 20. júní 2006
Flott síða hjá þér;)!
Birna sagði mér frá þessari síðu og hún er bara rosa flott og ég bið bara rosa vel að heilsa ykkur öllum og gangi ykkur vel í Svíþjóð!! en svo átti ég líka að skila kveðju frá Friðbjörgu Helgu til hennar Sesselíu og sonna;)!! en bestu jveðjur frá Lindu Maríu;)!! kossar og knús!
Linda María (Óskráður), sun. 18. júní 2006
Smá kveðja
Hæhæ, þetta er skemmtileg síða og verður gaman að fylgjast með ævintýrinu ykkar úti í Svíþjóð. Það líður svo vonandi ekki langur tími þangað til ég kíki í heimsókn :) Kveðja Hulda Rós P.s. Ég leyfði mér að setja link á síðuna ykkar af heimasíðunni minni, www.rosin.blogdrive.com ;)
Hulda Rós (Óskráður), fös. 16. júní 2006
Skagafjörður
Er með ykkur í anda og er bara dauðþreytt á að hugsa um að pakka allan daginn.Hér er slydda og hvasst.....svo mín settist niður.Ákveð á þriðjudag hvenær við komum.Hlakka til að sjá ykkur.Sumarkveðjur Birna.
Birna Hafsteinsdóttir (Óskráður), mán. 12. júní 2006
Fylgist með á hverjum degi
Kem hér inn daglega til að fylgjast með ykkur og kem til með að gera það áfram þegar þið verið flogin yfir hafið. Sjáumst í Reykjavík og góða skemmtun við að klára að pakka (þú manst hvað mer finnst gaman að flytja)
Unnur (Óskráður), mán. 12. júní 2006
Söknuður
Ég les á hverjum degi hvað þið eruð að bralla og sakna ykkar allra rosa mikið. Ég er mjög hamingjusöm fyrir ykkar hönd að þið séuð að fara að reyna fyrir ykkur í Svíþjóð og hlakka til þess að plana ferð þangað til þess að hitta ykkur hress og kát. Af okkur er allt gott að frétta, erum bara heima við að horfa á Chicken Little, svaka stuð. Held áfram að fylgjast með!!! Kossar og knús
Bertha Sigmundsdóttir, sun. 11. júní 2006