GUITAR HERO!

Forsprakki hljómsveitarinnar Strætiskúrekar (sem Óli spilar í, þið vitið) er ekki bara glettilega góður gítarleikari og lagasmiður.  Hann er líka hetja!  Var meira að segja á forsíðu Smålandsposten í dag.  Hér má sjá hann (til hægri) leiða bankaræningja, sem hann handsamaði í gær, í tugthúsið, en hann starfar sem rannsóknarlögga hér í bæ.

Af öðrum gítarhetjum er það að frétta að Rebekka æfir nú Stairway to Heaven nánast látlaust á gítarinn.  Sem ég sit hér og skrifa þetta berst "We shall overcome" í flutningi Sesselju á franskt horn úr herberginu hennar og blandast flautusólói úr herbergi unglingsins.  Yndislegt!

Diljá litla er með flensu og búin að vera ósköp lasin, með háan hita, hálsbólgu og magaverk.  Hún missti af Lúsíuhátíðinni á leikskólanum í gær og var ægilega leið yfir því og síðan urðum við að fresta afmælisveislunni sem átti að halda fyrir vinina af leikskólanum á morgun.  Pabbi og fjölskylda koma hins vegar á morgun svo að það verður svolítil veisla, síðan koma vinirnir bara um næstu helgi í staðinn.

Úti er snjór yfir öllu og sænski skógurinn eins og á fallegu jólakorti.  Óli var að fara út úr dyrunum og verður að spila með Street Cowboys fram á kvöld.  Sjálf ætla ég að dunda við eitthvert jóladútl, bæta aðeins við skrauti hér og þar og baka kannski eins og eina smákökusort.  Hlusta svo á íslensku jólalögin til að komast í réttu stemninguna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband