AÐ KOMA STÓRUM HUNDI TIL INDLANDS...

Ef þið haldið að það að vinna á ferðaskrifstofu gangi bara út á að sitja á rassinum við að selja fólki flugmiða og senda það sælt og glatt í frí til útlanda - ja, þá skjátlast ykkur!

Þessi vika er búin að vera ansi strembin!  Mótmælendur í Tælandi sem lokuðu flugvellinum höfðu mikil áhrif á starf mitt í sænsku Smálöndunum.  Svíar ferðast nefnilega í stríðum straumum til Tælands og þurftum við því að hjálpa fjölda fólks að breyta miðunum sínum þar sem ekkert var flogið þangað í nokkra daga.  Ég sat klukkutímum saman í símanum til að reyna að ná sambandi við hin ýmsu flugfélög út um heim þar sem þau voru EKKI dugleg við að koma upplýsingum áleiðis til ferðasöluaðila.  Sumir kúnnar voru ekki ánægðir og voru með röfl og vesen við okkur, en það er bara eins og gengur og maður lætur það ekkert á sig fá.

Verst af öllu var að séffinn okkar er búinn að vera í fríi síðan ósköpin dundu yfir, í góðu yfirlæti, sól og sælu með Havana-vindil á Kúbu.  Svo við Anders, nýgræðingar í starfinu, höfum heldur betur hlotið eldskírn núna!  Og höfum bara staðið okkur ágætlega!  Tókst að greiða úr vandræðunum og hlutum bæði bros, þakklæti og konfekt að launum!

Í gær héldum við að vandræðunum væri lokið.  Kemur þá ekki inn fastakúnni, hundaþjálfari, sem þarf að komast með stóran hund1797733846_bb2a1a29d9 til Indlands.  Og....?  Nú er ég semsagt orðin sérfræðingur í því að panta pláss fyrir dýrabúr hjá flugfélögum og því hvaða tegundir Boeing-flugvéla og Airbus véla geta tekið hundabúr af tilteknum stærðum og gerðum, veit að hundar þurfa líka vegabréf og hvaða flugfélög fljúga nógu stórum flugvélum frá Skandinavíu til að hundspottið komist með.  Vandinn er bara að ekkert þeirra flýgur á hentugum tíma fyrir viðskiptavininn!  Já, það er margt í mörgu í maga á Ingibjörgu!

Til að bæta GRÁU ofan á svart, held ég svo að ég hafi fundið grátt hár í dag.  Á mínu eigin höfði.  Er samt ekki viss.  Það er svo voðalega slæm birta í íbúðinni í skammdeginu svo ég bíð með að fá panik þangað til á morgun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð mynd

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 00:52

2 Smámynd: Guðlaug Úlfarsdóttir

Já sællllllll, bara rétt að skreppa með hundinn. Ég er reyndar mikið búin að velta þessu fyrir mér með gráu líurnar, finnst einhvernvegin að það hljóti að fara að koma tími á þær, hef samt ekkert fundið enn sem ég get ekki afgreitt sem náttúrulegar strípur. Ég er nefninlega með nokkrar svoleiðis en kannski hefur þeim fjölgað eitthvað með árunum.

Bestu aðventukveðjur af klakanum (og já nú er jafnvel klaki á Höfn)

Guðlaug Úlfarsdóttir, 8.12.2008 kl. 20:15

3 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Elsku Heida min, ekki hafa ahyggjur, eg er buin ad hafa gra har i minu hofdi sidan eg vard thritug, thannig ad thad er eflaust komin timi a thig ad fa eitt gratt har, eg myndi gladlega taka vid thvi fyrir thig, eg er sko ordin von thvi ad lita a mer harid a sex vikna faeri, meira ad segja litla atta ara dottir min er ekki smeyk vid ad segja henni mommu sinni ad thad se komin timi til ad lita harid sitt..... Thu segir svo frabaerlega fra Heida min, eg get sko alveg sed fyrir mer thessa kunna thina a ferdaskrifstofunni, serstaklega hundakallinn, thad er eitt vist ad starfid thitt er ekki leidinlegt!!!! Kossar og knus til ykkar allra, thu lest bloggid mitt vid taekifaeri, sma frettir thar af okkur her i Kali....

Bertha Sigmundsdóttir, 11.12.2008 kl. 05:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband