Færsluflokkur: Bloggar
9.6.2006 | 23:36
12 dagar í brottför
Bloggar | Breytt 19.6.2006 kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2006 | 16:13
13 dagar í brottför
Það er allt í fullum gangi að ganga frá hinum ýmsu málum. Ég fór með Diljá á sýsluskrifstofuna í gær til að sækja um vegabréf fyrir hana. Eili náði að smella af henni nothæfri mynd eftir nokkrar tilraunir - það er jú svo erfitt að þurfa að sitja kyrr- sem fór svo beint inn i sérstaka tölvu. Þegar Diljá síðan fer í gegnum brottfararhliðið í Leifsstöð, mun myndavél þar taka mynd af henni og tölva mun síðan bera hana saman við myndina í vegabréfinu. Sú tölva mun meira að segja geta greint á milli eineggja tvíbura þó að mannsaugað geti það ekki! Jahá, Stóri bróðir er staðreynd.
Heiða.
Bloggar | Breytt 19.6.2006 kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.6.2006 | 22:21
14 dagar í brottför
Óli tók fyrstu skrefin hækjulaus í dag (á fimmtugs- afmælisdegi Bubba Morthens), 19 dögum eftir að hann veiktist. Svo er hann líka farinn að keyra bílinn aftur og þar með orðinn frjáls ferða sinna á ný.
Jæja, best að dýfa sér aftur ofan í pappakassana.
Heiða.
Bloggar | Breytt 7.6.2006 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2006 | 02:24
Niðurtalning hafin: 15 dagar
Jæja, nú styttist í brottför hjá okkur. Eftir 15 daga flytjumst við búferlum til Svíþjóðar. Við höfum ákveðið að halda úti bloggsíðu (aldrei datt mér í hug að ég ætti það eftir) til að ættingjar og vinir geti betur fylgst með okkur. Þá erum við ekki eins langt í burtu.
Nú erum við bara á fullu að pakka, aðallega ég samt því að Óli er enn á hækjum greyið svo að hann situr aðallega og horfir á MIG pakka niður - jú og heldur á límbandinu! Við erum búin að fá íbúð og Óli er búinn að fá vinnu við að múra hjá Ottosson svo að þetta er allt að ganga upp!
Fylgist spennt með Ævintýrum Heiðu og Óla í Svíþjóð!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)