Færsluflokkur: Bloggar
23.6.2006 | 13:56
DAGUR 2
Í dag halda Svíar upp á Midsommar og flestir eru í fríi í vinnunni. Af því tilefni er Begga, í þessum skrifuðu orðum, að setja á jarðarberjatertu (og syngur með Hífopp æpti karlinn) sem er víst ómissandi á miðsumarhátíðinni (sko kakan, ekki lagið). Diljá situr svo yfir jarðarberjaskálinni og bíður eftir að fá að borða.
Hulda Steinunn kom í dag og þær Sesselja eru auðvitað límdar saman. Annars eru bara allir í afslöppun í dag. Við Rebekka ætlum að spila Matador á eftir. Steinar reddaði nýju spili frá Íslandi sem kom með Huldu þannig að Rebekka varð nú ekki lítið kát! Hún er líka búin að fá gemsann sinn og sænskt gemsanúmer.
Steinar er að vinna smáaukaverk fyrir nágrannann og Óli skrapp með honum í vinnuna - aðeins að taka í - enda hefur hann aldrei á æfinni verið svona lengi frá vinnu.
Jæja, kakan og Matadorið bíða! Bless, bless í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2006 | 09:45
DAGUR 1
Í dag ætlum við í bæinn með lestinni og kaupa sumarföt á fjölskylduna og jarðarber.
Óli er búinn að hringja í vinnuveitandann og á að hitta hann á þriðjudagsmorgninum.
Begga hringdi fyrir mig í lækni og útbrotin á Diljá stafa af vírus - ,,hand-, mouth and foot disease" - (handa-, munn- og fótaveiki) sem stundum hefur verið kallað gin- og klaufaveiki í börnum. Þetta gengur yfir á viku og hún er alveg spræk að öðru leyti svo að þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af.
Nýja netfangið okkar - fyrir þá sem vilja senda okkur póst - er alveg eins og það gamla, nema @gmail.com í staðinn fyrir @isholf.is.
Er þetta orðið raunverulegt fyrir okkur? ...........................Nei, ekki alveg!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2006 | 13:05
LENT Í STOKKHÓLMI!
Diljá fór á sokkunum frá Íslandi! Reif sig úr skónum EINMITT þegar komið var að okkur við brottfararhliðið og við vorum öll með svo mikinn handfarangur að hún varð bara að labba á sokkaleistunum um borð. Um leið og hún kom um borð stakk hún svo niður fótum og vildi alls ekki fara lengra svo ég kom henni með herkjum í sætið en eftir það gekk allt vel. Það var ægilega gaman þegar við tókum á loft og síðan var hún sofnuð og svaf meiripart leiðarinnar - og það gerðum við Sesselja líka.
Við erum komin hérna heim til Beggu og Steinars og Diljá er þegar búin að hella niður fullu mjólkurglasi - svo að hún er strax orðin eins og heima hjá sér. Rebekka og Sesselja eru frekar rólegar yfir þessu, enda tekur það eflaust einhvern tíma að síast inn að maður sé fluttur.
Sesselja les á öll skilti og umbúðir til að æfa sig í sænskunni og ætlar, held ég, að láta Huldu Steinunni frænku sína vera búna að kenna sér hana fyrir næsta mánudag. Rebekka er aðallega svekkt yfir því að það skyldi vanta götukortin í MATADOR spilið sem ég keypti í Hagkaup í gær. AF HVERJU GAT ÞETTA EKKI KOMIÐ FYRIR EINHVERN JÓN ÚTI Í BÆ??!!
Ég lofaði Ellu frænku því að vera ekkert að skrifa um góða veðrið hér í Svíþjóð. Þar af leiðandi ætla ég ekki heldur að skrifa um vonda veðrið hér. Þeir sem vilja skoða veðrið hjá okkur geta farið inn á krækjuna hér til vinstri og valið nánast hvaða borg í heiminum sem er.
Nú ætlum við að slappa af þangað til Begga og Steinar koma heim úr vinnunni um fjögurleytið (þá er klukkan tvö á Íslandi). Diljá er reyndar öll að steypast út í útbrotum. Ég hringdi í heilsugæsluna heima og þetta gætu verið einhver ofnæmisviðbrögð (þetta byrjaði í gær svo að hún er ekki með ofnæmi fyrir Svíþjóð!). Kannski þurfum við að láta kíkja á þetta en hún er alveg BRÁÐHRESS að öðru leyti.
Við biðjum bara að heilsa öllum heima og enn og aftur ÁSTARÞAKKIR til allra þeirra sem hjálpuðu okkur við flutningana (og eru jafnvel enn að). Gulla, Valdís og Ragna - án ykkar hefðum við ALDREI komist af stað frá Hornafirði rúmum tveimur sólarhringum á eftir áætlun! Og Kalli (tengdó), Bjartmar, Siggi Ben., Stjáni Hauks og Sævar - Takk fyrir alla hjálpina!
Mig langar líka til að þakka öllum sem hafa sent okkur góðar kveðjur og óskað okkur velfarnaðar. Okkur þykir virkilega vænt um að finna þann hlýhug sem svo margir Hornfirðingar hafa sýnt okkur. Það er virkilega notalegt að hafa slíkt meðferðis í farteskinu.
Næsta mánudag höldum við suður í Smálöndin með lest en biðjum að heilsa héðan frá Stokkhólmi í bili!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.6.2006 | 10:09
FJÓRIR, ÞRÍR, TVEIR, EINN...
Jæja, við höfum haft í nógu að snúast. Lögðum af stað til Reykjavíkur á sjálfan þjóðhátíðardaginn kl. 14:30 (Begga, þú hafðir rétt fyrir þér) og vorum komin í bæinn rétt fyrir átta. Drifum okkur út að borða með mömmu, systkinum mínum, mökum og nokkrum stórum börnum. Fengum okkur indverskan mat sem var afar hresssssssandi....og góður.
Sunnudaginn 18. júní drifum við okkur í sund með Birnu og hennar strákum, Tóta og Huldu Steinunni og Emil hennar Jónínu, sem hefur verið að skottast með Sævari frænda sínum hér með okkur. Að loknu sundinu var kaffihlaðborð hjá Dóru systur þar sem við systkinin hittumst aftur ásamt fleira góðu fólki. Um kvöldið fórum við síðan í mat til Unnar og Óla - það var alveg meiriháttar gott.
Svo vorum við eitthvað að stússast í gær. Fórum með Sesselju í mælingu og HÚN ER AÐ STÆKKA STELPAN!!! Hún er semsagt farin að sveigja aftur uppá við og hún er að sjálfsögðu mjög ánægð yfir því. Um sexleytið var síðan haldið í Hafnarfjörðinn þar sem við fengum okkur að snæða hjá Röggu systur og Birni. Aftur voru systkinin o.fl. þar samankomin - mjög notalegt. Að lokum skelltum við Óli okkur svo í bíó í gær og sáum Da Vinci lykilinn. Ég ákvað að gera mér engar væntingar um myndina þar sem ég hafði lesið bókina en mér fannst myndin MJÖG GÓÐ og koma efni bókarinnar ótrúlega vel til skila.
Í dag verðum við svo að stússast úti í bæ og ætlum að reyna að elda okkur fisk í kvöldmatinn hér á Sóleyjargötunni. Það verður síðasta kvöldmáltíðin á Íslandi í bili og svo fljúgum við út kl. 7:15 í fyrramálið. Stelpunum líst ekkert á að þurfa að vakna uppúr kl. 3 í nótt!
Elskurnar mínar - Verið dugleg að heimsækja okkur á heimasíðuna og ég skal reyna að vera dugleg að skrifa. Kvittið svona annað slagið svo að bloggsíðan verði ekki einmana. Svo sé ég ykkur örugglega næsta sumar í fermingunni hennar Rebekku og fyrir þá sem eru í Reykjavík - þá er þetta ekkert mikið lengra í burtu en Hornafjörðurinn!
Næst skrifa ég ykkur frá Svíaríki! Óli og stelpurnar biðja að heilsa. Hej då!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.6.2006 | 14:04
FIMM.....
Erum að klára og pakka og förum suður seinnipartinn í dag....eða í kvöld....eða í fyrramálið. Kemur í ljós! Verðum að skemmta okkur á systkinamóti um helgina og reyna að hitta alla ættingjana og vinina.
Dagurinn í gær var....
PAKKAPAKKAPAKKA
PAKKAPAKKAPAKKA
PAKKAPAKK......
Bloggar | Breytt 20.6.2006 kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.6.2006 | 08:58
SJÖ.......
Enn rignir.
Í gærkvöldi fór ég með Valdísi, Rögnu og Gullu á Kaffi Hornið og við áttum þar ljúfa og skemmtilega stund enda ekki hægt að láta sér leiðast í þeim félagsskap. Stelpur - þið eruð alveg frábærar!!
Í dag bauð Sesselja nokkrum bestu vinum sínum (10 stk) á Hótelið í pizzu. (Myndir væntanlegar). Það voru: Arney, Elín Ása, Agnes, Hildur, Hafdís, Birna Luna, Ingibjörg Valgeirs, Inga Kristín, Eyjalín, Stefán Reynir og Hákon Logi. Það var ægilega gaman og Sesselja var leyst út með mörgum góðum gjöfum. Einhverjir ungir herramenn eru þó ekki alveg sáttir við að hún sé að flytja í burtu frá þeim! Spurning hvort sprundið eigi eftir að heilla sænsku strákana jafnmikið! Nú erum við búin að leggja Svíana í handboltanum. Kannski þetta verði næsta baráttumál þjóðanna?
Krakkar - ef þið eruð með netfang eða bloggsíðu sendið okkur þá endilega upplýsingar svo að Sesselja geti verið í sambandi við ykkur.
Í kvöld snæddum við svo lambalæri með Valdísi, Braga og tengdó. Mmmmmmm.....
Bloggar | Breytt 19.6.2006 kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.6.2006 | 10:14
ÁTTA........
Þegar Diljá var að borða morgunmatinn sinn í morgun fór hún að reyna að telja Cheerios hringina á myndinni utan á Cheerios pakkanum. Það minnti mig á þegar ég var lítil og var alltaf að reyna að telja freknurnar hennar Beggu!
Í dag er síðasti dagurinn hennar Diljár á leikskólanum. Hún gerir sér enga grein fyrir því hvað er í gangi og vill sko ALLS EKKI fara í stóru flugvélina. Það er sko EKKERT GAMAN. Hmmm - það er seinni tíma vandamál.
Bloggar | Breytt 19.6.2006 kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2006 | 18:45
NÍU.........
Jæja, nú er þetta allt að smella. Við erum búin að fá íbúð til bráðabirgða þangað til leiguíbúðin okkar losnar í lok ágúst. Fengum 2ja herbergja, 54 m2 stúdentaíbúð sem er laus bara í sumar - svo að það passar okkur akkurat!
Ætlaði að kaupa í matinn en tímdi ekki að kaupa kjúklingabringurnar á 2.500 kall kg vitandi að eftir nokkra daga fæ ég þær á 500 kall kg. Svo ég keypti bara Gestgjafann í staðinn og læt mig dreyma.
Rebekka er sofnuð - dauðþreytt eftir partíið í gær. Það var sungið í Sing Star til miðnættis og síðan skvaldrað og hlegið langt fram yfir miðnætti!
Í dag var heitasti dagurinn í Stokkhólmi í lengri tíma (heimild: Guðrún B. Helgadóttir). Yfir 30 stig.
Á sama tíma var slydda í Skagafirði.
Hej då!
Bloggar | Breytt 19.6.2006 kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.6.2006 | 22:18
TÍU..........
Sjómannadagurinn. Rigning.
Um miðjan dag brá mér heldur en ekki í brún við ægileg vein er bárust frá sjóaranum síkáta af neðri hæðinni. Fylgdu þessu, að því er mér heyrðist helst, stympingar miklar, stapp og læti og í fyrstu datt mér helst í hug að um væri að ræða framhald af sjómannadagsgleðinni frá því í gærkvöldi. En hljóðin ágerðust svo að mér var ekki orðið um sel. Það var engu líkar en verið væri að drepa manninn. ,,Sem betur fer býr læknirinn hér í stigaganginum", hugsaði ég. Í því kom Óli heim og fattaði fljótlega hvað var í gangi: Heimsmeistarakeppnin í fótbolta!!
Núna er Rebekka með kveðjupartí fyrir sína bestu vini, Bríeti, Önnu Regínu, Guðlaugu, Hjörvar og Ölmu. Þau fengu sér pizzu á hótelinu og eru nú að horfa á ,,Fun with Dick and Jane" og éta nammi, snakk og gulrætur. Stelpurnar ætla síðan allar að sofa í einni flatsæng í stofunni í nótt en Hjörvar afþakkaði boðið pent!
ÁFRAM ÍSLAND!!!......eða eitthvað!
Bloggar | Breytt 19.6.2006 kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2006 | 22:14
Ellefu...........
Við Sesselja byrjuðum daginn á því að taka þátt í kvennahlaupinu, ekki síst vegna þess að bolirnir í ár eru í uppáhaldslitnum okkar beggja. Já allt er vænt sem vel er grænt. Við höfðum það á leiðarenda, reyndar skaust Sesselja og sótti hjólið sitt þegar ,,hlaupið" fór framhjá blokkinni okkar.
Upp úr hádegi skruppum í við síðan í Lónið. Rebekka gisti á Brekku í nótt eftir afmælisveislu og síðan þáðum við kók og kex hjá Heiðari og Rögnu. Það var NÆSTUM því nóg til að hætta við að fara og dugar alveg örugglega til að snúa aftur einn góðan veðurdag!
Sjómannadagurinn er á morgun og Óli skellti sér í siglingu með Sesselju. Það var gaman.
Nú er það svo bara alvara lífsins.....pakka pakka pakka pakka pakka pakka pakka pakka pakka pakka pakka pakka pakka pakka pakka pakka .........
Hei! - Munið svo að SKRIFA Í GESTABÓKINA, þó ekki sé nema einu sinni. Ég er svo forvitin að sjá hverjir heimsækja okkur
Bloggar | Breytt 19.6.2006 kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)