Færsluflokkur: Bloggar
18.9.2006 | 11:00
ÝSA VAR ÞAÐ HEILLIN...
Það er sól og blíða í dag, a.m.k. 20 stiga hiti og bærist ekki hár á höfði. Við Diljá vorum að koma heim eftir að hafa heimsótt nýja leikskólann hennar sem er bara spölkorn frá skólanum hennar Rebekku. Deildin hennar heitir Humlan og þar eru 18 börn á aldrinum 2-5 ára, þar af 3 önnur erlend börn. Deildin er rúmgóð með risastóru samveruherbergi, litlu bílaherbergi, stóru dúkkuherbergi og einnig föndurherbergi fyrir utan matsal. Á leikskólanum eru síðan 4 aðrar deildir svo að þarna myndu rúmast öll leikskólabörn á Hornafirði! Á bakvið leikskólann er síðan skógurinn og þangað er farið í gönguferð með nesti í bakpoka einu sinni í viku. Diljá ætlaði ekki að vilja koma heim aftur svo að þetta lofar allt mjög góðu og starfsfólkið er mjög indælt.
Eftir leikskólaheimsóknina skruppum við niður í bæ og vorum staddar í skóbúð þegar ég heyrði allt í einu talaða íslensku. Þar var komin íslensk kona sem hefur búið hér í Växjö í 30 ár og sagði mér að íslenskar konur í Växjö héldu annað slagið konukvöld. Þær hafa verið allt upp í 13 að hittast og stendur til að hafa eitt fljótlega svo að ég get farið að láta mér hlakka til.
Í kvöld verður síðan íslensk ýsa í kvöldmatinn sem við keyptum í gær af Íslendingum hér sem eru með fyrirtæki og fara um Danmörku og Svíþjóð og selja fisk, lambakjöt, sælgæti og lýsi! Svo að það verður herleg veisla hjá okkur í kvöld!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2006 | 20:45
MELÓNUR OG VÍNBER FÍN...
Jæja, góðir hálsar. Ég verð víst að standa mig í stykkinu núna þegar ég er loksins komin með Netið.
Við Óli vorum að koma af kynningarfundi í skólanum hennar Rebekku. Hann tók næstum því 3 tíma. Ekki af því að það þyrfti að koma svo miklu að heldur vegna þess að hér eru menn miklu rólegri í tíðinni. Kennararnir tala h æ g t og á lágum nótum, í og með um daginn og veginn og hvað þeir hafi mikla ánægju af starfinu. Síðan koma mikilvægar tilkynningar inn á milli á meðan foreldrarnir sitja og kjamsa á eplum, perum, banönum og vínberjum. Ekkert svart kaffi í boði þar! Í lok fundarins áttum við síðan stutt spjall við umsjónarkennarana hennar Rebekku, en hér eru tveir umsjónarkennarar með hvern bekk. Þeim finnst hún auðvitað ótrúlega frábær og nú er verið að vinna í því að hún fái kennara sem er sérhæfður í sænsku fyrir útlendinga. En henni gengur mjög vel að skilja það sem fram fer í skólanum.
Á meðan við vorum á fundinum var María að passa stelpurnar og fór með Sesselju á skátafund þar sem hún lærði að kveikja eld! En það var svo aftur slokknað á Sesselju þegar við komum heim svo að ég fæ nánari upplýsingar um það hjá henni á morgun.
Það var ótrúlega notalegt að labba heim eftir fundinn. Það var komið niðamyrkur strax um hálfníuleytið en það var hlýtt og hreyfði ekki hár á höfði. Við gengum hér upp götuna þar sem eplatré og berjarunnar eru að sligna í öðrum hverjum garði. Okkur finnst að það sé eiginlega núna fyrst sem við erum farin að slappa af. Ég meina VIRKILEGA slappa af, ekki alltaf að spá í hvað tímanum líði.
Elskurnar mínar! Verið hress, EKKERT STRESS, bless bless!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.9.2006 | 08:53
SVEITUNGAR MÍNIR - GEITUNGARNIR
Það er nóg af geitungunum hér í Svíþjóð og líður ekki sá dagur að það flækist ekki einn eða fleiri hér inn til okkar. Þeir sem þekkja mig vita að mér er meinilla við öll svona kvikindi og eru því eflaust hissa að frétta að nú hleyp ég á eftir geitungunum en ekki undan þeim. Gríp flugnaspaðann (sem er alveg ómissandi verkfæri á hverju heimili hér í Svíþjóð), bíð þar til þeir setjast og - SLAMM - úti er ævintýri! Diljá hleypur inn í herbergi og lokar á eftir sér þegar hún sér geitung inni og svo kemur hún fram og segir: ,,Er hann daujur? Er hann fajinn?" Og að lokum: ,,Er hann jöndóttuj?" Um daginn var hún í röndóttum stuttermabol og hélt því fram að þar af leiðandi gæti hún flogið! Sem betur fer lét hún ekki reyna á þá kunnáttu.
Fyrir ykkur heima á Íslandi sem enn þjáist af skammtímabrjálæðisgeitungafælni - ráð sem María systir mín og sérlegur skordýraráðgjafi gaf mér: Ef geitungur er að fljúga í kringum þig - láttu hann vera, þá lætur hann þig vera. Hann er bara að athuga hvort þú ert blóm eða manneskja og þegar hann áttar sig á því að þú ert ekki blóm, lætur hann sig hverfa. Svo einfalt er það!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.9.2006 | 21:55
,,ER EKKI TÍMI TIL KOMINN AÐ TENGJA...??"
Jæja, LOKSINS erum við komin aftur í samband við umheiminn. Var að stinga nýja módeminu í samband - PLOPPS - og umheimurinn er aðeins sekúntubrot undan!
Það er allt gott að frétta. Við erum loksins flutt í STÓRU íbúðina og allir komnir með sitt herbergi. Stelpurnar eru mjög ánægðar í skólunum og Sesselja er farin að koma heim með krakkastrolluna (og stundum mömmurnar líka) á eftir sér. Skólinn hennar er hérna beint á móti, bara rétt yfir götuna, en Rebekka er svona 20 mín. að labba, þannig að hún tekur yfirleitt strætó. Hún er líka búin að eignast vinkonur í skólanum og er að fara að heimsækja eina þeirra, Lovísu, í næstu viku. Hún býr á sveitabæ hér skammt frá og á helling af dýrum. Annars er allt fullt af krökkum hér í hverfinu svo að þetta er bara eins og á Fákaleirunni!
Rebekka er byrjuð að æfa sundið og Sesselja er byrjuð í kór og ætlar að mæta á skátafund í næstu viku og sjá hvernig henni líst á það. Hér eru foreldrar mjög virkir þátttakendur í tómstundastarfi barna sinna og í byrjun október fer ég á námskeið hjá sundfélaginu hennar Rebekku til að geta aðstoðað við keppnir hér heima. Það er búið að vera eitt lítið innanfélagsmót, bara svona sem upphitun, og þar var síðasta keppnisgreinin boðsund - eins og títt er á svona sundmótum - nema þetta var fjölskylduboðsund. Hvert lið samanstóð semsagt af mömmu og/eða pabba og síðan 1-2 börnum á aldrinum u.þ.b.7-17 ára. Þetta var afar skemmtilegt og þegar ég tala um að foreldrar séu mjög virkir, þá kepptu hvorki meira né minna en 12 lið í þessari grein og var þetta tvímælalaust hápunktur mótsins.
Diljá er búin að fá pláss á leikskóla og byrjar í aðlögun 18. september. Hún verður 3 tíma á dag til að byrja með þangað til ég fæ vinnu. Hún er alveg búin að jafna sig eftir uppskurðinn og er alveg syngjandi kát alla daga. Uppáhaldið hennar núna eru Mjallhvít og dvergarnir sjö, eða ,,Hæ-hó-arnir" eins og hún kallar þá!
Í dag fengum við alveg frábæra sendingu - Sesselja fékk afmælispakka frá Agnesi og Stefáni Reyni og einhver hafði laumað með íslensku sælgæti og harðfiski! Það var alveg frábært - kærar þakkir! Við fengum líka svona sendingu um daginn af Fákaleirunni og hún rann ljúflega niður!
Sem ég sit hér og skrifa er Óli sofnaður yfir sjónvarpinu en þar er verið að sýna íslensku sjónvarpsmyndina ,,Allir litir hafsins eru kaldir", svo að þetta er allt voða heimilislegt. Ég held ég fylgi fordæmi hans, er dauðþreytt eftir afar langa og erfiða innkaupaferð í dag að kaupa í matinn. Ég lét nú vera að kaupa krókódílakjötið og kengúrufilé, prófa það kannski seinna. Geiiiiiisp - þarf líka að taka upp úr fleiri kössum á morgun.
Bestu kveðjur, Heiða.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.8.2006 | 19:27
ÖLL AD HRESSAST
Jaeja, Diljá er miklu hressari í dag. Skurdlaeknirinn (sem hefur tvisvar sinnum komid til Íslands og meira ad segja til Hornafjardar) kom í morgun og saumadi skurdinn betur saman, en thad mátti ekki loka honum alveg í adgerdinni af thví ad botnlanginn var sprunginn. Dagurinn hefur farid í thad ad reyna ad fá Diljá til ad borda og nú í kvöld bordadi hún HEILA BRAUDSNEID sem er hennar staersta afrek á spítalanum hingad til. Hún er búin ad vera mikid á fótum í dag ad leika sér og bangsinn hennar er búinn ad fá marga, marga plástra, sprautur og sárabindi. Hún var bara ad sofna núna (kl. 21 ad stadartíma) og Óli er hjá henni núna.
Ef hún verdur dugleg ad borda á morgun eru gódar líkur á ad vid fáum ad fara heim á morgun, segja hjúkrunarkonurnar hér. Hér er ósköp notalegt ad vera, afar rólegt og ekki thessi ys og thys sem madur hefur upplifad á íslenskum spítölum og starfsfólkid alveg yndislegt. Ekki hafdi madur nú búist vid ad kynnast innvidum saensk spítala strax - en svona er thetta nú bara.
Kaerar thakkir fyrir gódar kvedjur.
Heida.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.8.2006 | 19:30
ALLUR MATUR Á AD FARA....
Jaeja, kaeru vinir og aettingjar. Lífid er fullt af óvaentum uppákomum.
Haldidi ad hún Diljá Fönn hafi ekki fengid botnlangakast og sé nú á gódum batavegi á spítalanum hér í Växjö. Hún vaknadi med magaverk og uppköst sl. laugardag og thegar henni versnadi á sunnudagsmorgninum fórum vid med hana á heilsugaeslustödina hér á spítalanum. Thadan var hún send til frekari rannsókna á brádavakt barnadeildarinnar thar sem blódprufa leiddi í ljós ad um einhverja sýkingu var ad raeda og menn héldu fyrst ad hún vaeri med thvagfaerasýkingu.
Seinnipartinn kom í ljós ad svo var ekki og var thá ákvedid ad halda henni yfir nóttina til öryggis. Thá sýndi blódprufa ad sýkingin jókst hratt og seint á sunnudagskvöldi var hún send í sónar - sem gaf enga óyggjandi nidurstödu - og um midnaetti var hún send í röntgenmyndatöku en thá leid henni ordid mjög illa. Kl. 4 um nóttina kom skurdlaeknir ad skoda hana og taldi líklegast ad thetta vaeri botnlanginn og kl. 5 um morguninn kom svo svaefingarlaeknir ad spjalla vid mig. (Ég svaf semsagt sama og ekkert thessa nótt).
Hún fór svo í adgerd kl. 9 á mánudagsmorgninum og thá kom í ljós ad botnlanginn var sprunginn - hvorki meira né minna - og ég skil ekki enn hvad hún var ótrúlega sterk og dugleg. Hún svaf svo meira og minna í allan gaerdag og alla sídustu nótt. Hún var frekar lasin eftir hádegi í dag, kastadi upp öllu sem hún drakk og leid illa, en nú er hún vakandi og í fullu fjöri. Situr hér á setustofunni med pabba sínum ad skoda bók á medan ég pikka thetta á tölvuna. Vonandi fer hún svo ad hafa lyst á mat tví ad - og haldid ykkur fast - Diljá Fönn hefur ekki bordad neitt í 4 daga! (Reyndar hefur thví verid haldid fram ad Diljá hafi í raun og veru tekist ad borda á sig gat!)
Rebekka og Sesselja eru í Målilla hjá pabba og Irene í gódu yfirlaeti á medan vid Diljá erum á spítalanum. Hér er hugsad mjög vel um hana, vid höfum einkastofu med sjónvarpi og videótaeki og á naestu haed fyrir ofan er risastórt leikherbergi, eiginlega eins og heil deild á leikskóla, svo ad hér leidist engum. Diljá tharf ad vera hér a.m.k. í tvo daga í vidbót en annars faer hún ad fara heim thegar öll sýkingarhaetta er lidin hjá og hún farin ad borda aftur.
Ég laet fylgja hér med gemsanúmerid hans Óla og vid bidjum fyrir bestu kvedjur til allra.
0046 - 73 763 2766 (Ef ekki naest í hann er hann sennilega hjá okkur á spítalanum, best er ad ná í hann milli fram til kl. 15 ad íslenskum tíma og aftur eftir kl. 20).
Heida, Óli og Diljá á spítalanum í Växjö.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.7.2006 | 09:57
MÅLILLA - STOCKHOLM
Nú erum við stödd hjá pabba í Målilla yfir helgina í algjörri afslöppun og njótum þess í botn! Við keyrum svo aftur heim til Växjö seinnipartinn í dag, það eru ekki nema 100 km á milli.
Á miðvikudaginn tek ég síðan lest upp til Stokkhólms með stelpurnar og verð þar fram á þriðjudag. Óli kemur svo með lest á föstudeginum og fer aftur heim á sunnudegi en við erum að fara á tónleika með sjálfum ERIC CLAPTON í Globen á laugardagskvöldinu og hlökkum að sjálfsögðu mikið til.
Lífið er farið að ganga sinn vanagang. Óla gengur vel í vinnunni og er alltaf kominn snemma heim! Við stelpurnar dundum okkur á daginn, förum stundum niður í bæ. Það er stór og fallegur grasagarður á bak við dómkirkjuna og þar eru leiktæki og klifurtré og gott að skreppa þangað með nesti og liggja og sóla sig á meðan stelpurnar leika sér. Þar er nóg pláss fyrir þær að hlaupa um.
Hér í bænum er líka alveg meiriháttar flott baðströnd og þangað erum við búin að fara tvisvar sinnum og eigum örugglega eftir að fara oftar. Ströndin er við risastórt vatn, en þau eru mörg hér í bænum, og þar njóta stelpurnar sín alveg í botn. Begga og Steinar komu í heimsókn með Huldu Steinunni og voru hjá okkur í nokkra daga og fóru m.a. með okkur á ströndina. Diljá hafði meira en nóg að gera - svo mikið að hún mátti ekki vera að því að borða og er þá mikið sagt eins og menn vita! Hún hljóp alltaf í vatnið og kom svo hlaupandi aftur - en þá sá hún að hún var með sand á tánum og varð að hlaupa aftur út í vatnið til að skola þær. Kom svo aftur, en - æ - þá var hún aftur orðin skítug á tánum og varð að skola sig! Og svona gekk þetta aftur og aftur.
Diljá bíður svo eftir að Bogga amma komi í heimsókn. Fór allt í einu að tala um það um daginn - vildi að Bogga amma kæmi til að gefa henni að borða - nema hvað!Bestu kveðjur frá okkur öllum hér í sæluríkinu Svíþjóð!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.7.2006 | 14:23
HEJSAN!
Halló, halló kaeru aettingjar og vinir! Vid erum sprelllifandi og spraek hér í Växjö og höfum thad alveg frábaert!
KOMID TIL VÄXJÖ
Nú erum vid búin ad vera hér í rúma viku og höfum haft nóg ad gera vid ad koma okkur fyrir og ýmislegt fleira. Thegar vid komum hingad sudureftir tóku pabbi, Irene og Maria á móti okkur á lestarstödinni og fóru med okkur í mat heim til Mariu og Oscars og sídan í íbúdina sem vid verdum í naestu 2 mánudi. Thar voru thau búin ad koma fyrir dýnum, eldhúsbordi og stólum og setja morgunmat í ísskápinn svo ad vid gátum strax sofid thar. Íbúdin er á háskólasvaedinu, mjög vel stadsett, stutt í straetó, verslun og heim til Mariu. Svo erum vid audvitad búin ad fara í IKEA og kaupa rúm og fleira naudsynlegt!
VINNAN
Óli byrjadi ad vinna hjá Ottosson sl. föstudag og líkar bara vel. Hann vinnur frá kl. 7-16 og á audvitad frí um helgar. Honum fannst sídasta helgi MJÖG LÖNG thó ad mér fyndist hún fljúga hjá. Thad er mikill munur ad fá hann heim úr vinnunni og thurfa ekki ad hafa hann hangandi í síma eda tölvu thar til hann fer ad sofa. Og honum finnst thetta aedislegt!
SKÓLINN
Ég er búin ad fara med stelpunum ad heimsaekja skólana theirra. Rebekka fer í gagnfraedaskóla sem heitir Fagrabäckskolan (sem útleggst Fagralaekjarskóli á thví ylhýra). Thar eru 550 nemendur svo ad thad er dálitid staerra en hún er vön, en nemendunum er skipt í 3 byggingar og í hverri theirra eru 3 bekkjardeildir í hverjum árgangi. Skólastjórinn, Bo, var afar ánaegdur med thad hvad thau eru med litla bekki, adeins um 25 nemendur í bekk! Í skólanum er skólalidi sem er hálf-íslensk og heitir Gudný og hún mun taka Rebekku ad sér til ad byrja med. Hún starfar einnig í félagsmidstödinni í skólanum og aetlar ad hjálpa til vid ad koma henni í kynni vid krakkana. Skólastjórinn aetlar ad sjá til thess ad umsjónarkennarinn hennar verdi saenskukennari og hún mun ad sjálfsögdu fá saenskukennslu í skólanum 3svar í viku. En annars leist okkur vel á skólann og hún verdur adeins um 8-10 mínútur ad labba í skólann thegar vid flytjum thann 1. september en skólinn byrjar 21. ágúst.
Sesselja fer í Högstorpskolan, en hverfid sem vid verdum í heitir einmitt Högstorp og er besta hverfid í Växjö (án gríns). Hún er svo heppin ad thad er verid ad byggja glaenýjan skóla sem verdur ad hluta til tekinn í notkun í haust og 2. áfangi svo um áramót. Nýji skólinn verdur hinumegin vid götuna hjá okkur svo ad hún verdur svona 1 mínútu ad labba í skólann. Hún verdur í bekk hjá fröken Mariu sem er sérkennari og mun taka hana ad sér í saenskukennslu.
Thad er ekki mikid um ad útlenskir krakkar komi í thessa skóla, má reyndar telja thau á fingrum annarar handar, og thad eru allir mjög almennilegir og vilja allt fyrir stelpurnar okkar gera. Nú er ég ad fara ad saekja um leikskólapláss fyrir Diljá, sem skilur ekkert í thví af hverju hún fer ekki á leikskólann til Maríönnu, Helgu, Gullu og Ölmu. Hún aetti ad komast ad um midjan ágúst. Saenskunámskeid fyrir okkur Óla byrja svo um midjan ágúst, thangad til böbblum vid bara einhvern hraerigraut.
BAERINN VÄXJÖ
Baerinn hér er mjög fallegur og mátulega stór. Hér er midbaerinn í midjum baenum og svo radast hverfin í kringum hann eins og krónublöd í kringum blómkrónu. Vid erum ekki nema 15 mín. med straetó nidur í bae og thar er allt til alls. Svíar eru ósköp afslappadir og thad er ekki sama stressid hérna og í Reykjavík thó ad hér búi um 80.000 manns.
PÍPARINN!
Vid vorum svo óheppin ad klósettid í íbúdinni hjá okkur stífladist í fyrradag og var ordid alveg ónothaeft um kvöldid. Maria, systir mín, hringdi í strákinn sem leigir okkur íbúdina strax í gaermorgun og hann hafdi samband vid leigufélagid sem sagdist myndu senda vidgerdarmann á stadinn. Stuttu sídar hringdi dyrabjallan og ég opnadi. Sennilega átti ég frekar von á einhverjum í líkingu vid hornfirsku píparana Braga eda Sigga Ben. og thó ad their séu nú bádir mjög myndarlegir menn átti ég ekki alveg von á theirri sjón sem blasti vid mér thegar ég opnadi dyrnar. Há, grönn og alveg gullfalleg ung stúlka med sítt, ljóst hár stód thar, fagurleggjud í svörtum stuttbuxum og stuttermabol med verkfaerabelti um sig midja og drullusokk á öxlinni! Thetta var semsagt Maeja, paeja pípari, rafvirki og smidur med meiru. Hún var ekki lengi ad redda stíflunni og ég lét hana líka vita ad frystiskápurinn vaeri eitthvad lélegur, thannig ad allur kjúklingurinn sem vid keyptum deginum ádur (á 130 kr. kg) laegi undir skemmdum. Ég var á leidinni nidur í bae og thegar ég kom heim aftur var kominn splunkunýr frystiskápur, búid ad stinga í samband og setja allan kjúklinginn í hann. Svona virkar semsagt leigukerfid hér - enginn aukakostnadur eda vandraedi ad ná um idnadarmann vikum eda mánudum saman!
NAEST A DAGSKRA
Nú bídum vid eftir ad fá saensku kennitölurnar okkar sendar í póstinum svo ad vid getum farid ad fá okkur bankareikninga, heimilissíma o.fl. Vid erum ekki búin ad tengja tölvuna okkar svo ad ég skaust til Mariu til ad geta látid umheiminn vita af okkur. Gemsinn minn er batteríislaus og ég finn ekki hledslutaekid eins og er....en Rebekka er komin med saenskt gemsanúmer og their sem vilja fá thad geta haft samband vid mömmu eda jafnvel Valdísi og Braga (Bríet er med númerid). Thegar thessi mál komast í gang hjá okkur verdur audveldara fyrir okkur ad hafa samband.
Vid vonum bara ad allir Hornfirdingar og gestir hafi haft thad gott á humarhátíd og skemmt sér vel! Ég veit ad hverfahátídarnar féllu nidur vegna fjarveru okkar en vid reynum ad baeta ykkur thad upp sídar! Óli var ad koma hingad, búinn ad vinna (klukkan er 16:15) svo ad vid förum ad labba heim og skrúfa saman fleiri húsgögn. Svo horfum vid á íslensku thaettina Njáls sögu og Út og sudur í saenska sjónvarpinu! Stelpurnar voru ad minna mig á ad ég á afmaeli á morgun Vid gerum ekkert á morgun en förum kannski um helgina og fáum okkur ad borda. Begga og Steinar aetla ad koma um eda eftir helgi og pabbi og Irene koma sjálfsagt um helgina líka svo ad thad verdur glatt á hjalla.
Bestu sumarkvedjur frá okkur öllum! Hej då
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.6.2006 | 11:59
Á leið til Växjö!
Halló, öllsömul! Í dag höldum við loksins á áfangastað til Växjö með allt okkar hafurtask og verðum komin þangað um kl. 20 að staðartíma eða um 18 að íslenskum tíma. Við förum með lest núna á eftir og verðum um 4 tíma á leiðinni.
Hér í Stokkhólmi höfum við dvalið í góðu yfirlæti (nema hvað!) hjá Beggu og Steinari og notið þess að slappa af eftir allt sem á undan er gengið.
Næst skrifa ég frá Växjö!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.6.2006 | 11:38
MYNDIR
Þá er ég búin að læra að setja inn myndir. Það eru nú ekki komnar margar en ef þið ,,skrollið" aðeins neðar á síðuna og smellið á ,,Myndaalbúm" þá getið þið skoðað þær!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)