23.1.2007 | 09:00
DILJÁ Í NÝSKÖPUN
Það er mikið að gerast hjá Diljá þessa dagana. Hún er að taka mikið þroskastökk, spjallar um daginn og veginn og veltir mörgu fyrir sér. Henni finnst alltaf jafngott og gaman að borða og við matarborðið í gærkvöldi fann hún upp á stórkostlegri nýjung fyrir svona matargöt. Við vorum að borða sænskar kjötbollur, kartöflur, tómata og gúrkur og hún var með fullkomna nýtingu á gafflinum - með kjötbollu á öðrum enda hans og gúrkusneið á hinum! Svo sneri hún honum bara sitt á hvað og beit í til skiptis! Diljá Fun!
Athugasemdir
Ég sé þetta alveg fyrir mér.
Guðlaug Úlfarsdóttir, 23.1.2007 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.