TILLITSSEMI

Svíar eru tillitssamt fólk og þeir GEFA SÉR TÍMA til að sýna það í verki.  Hér koma nokkur dæmi:

Þegar þeir eru búnir að standa í biðröðinni í RISAstórmarkaðnum í a.m.k. 15 mínútur og lengir eftir að komast heim sem fyrst, gefa þeir sér samt tíma til að raða vörunum þannig upp á bandið við kassann, að strikamerkið snúi að skannanum, í stað þess að sturta öllu í eina hrúgu eins og við Íslendingar erum gjarnir á að gera.  Þannig auðvelda þeir kassadömunni starfið og flýta auk þess fyrir sjálfum sér og öllum hinum í biðröðinni!

Í ösinni á neðanjarðarlestarstöðvunum í Stokkhólmi tók ég eftir því að þegar menn voru að ganga inn og út af stöðinni gættu þeir alltaf að því hvort einhver væri á eftir þeim og héldu þá hurðinni opinni.  Ég var búin að vera í Stokkhólmi í nokkra daga þegar ég fattaði þetta og gerði þá félagsvísindalega könnun á þessu.  Svíinn klikkaði aldrei!

Það hvarflar ekki að þeim að flauta á þig þó að þú sért ekki farinn af stað nokkrum sekúntum eftir að græna ljósið kviknaði.  Reyndar hvarflar varla að þeim að nota bílflautuna yfir höfuð!

Þeir fara alltaf í biðröð - líka í sjoppunni í bíó sem gerir bíóferðina óneitanlega afslappaðri!

Góðir Íslendingar - gefum okkur tíma til að vera tillitssöm!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Já elsku Heiða mín, ég kannast sko við þetta. Ég varð fyrst vör við þetta þegar ég bjó í Danmörku en þá var ég óþolandi unglingur og var sko skítsama hvort að einhver héldi hurð opnri fyrir mér. Ég varð svo aftur vör við þetta í Ameríku, já gömlu góðu Ameríkunni sem þú elskar meira en nokkuð annað Hér er sko fólk kurteist og tillitsamt, og svo sér maður mikinn mun á hvar maður er í Ameríku. Til dæmis er fólk ekki eins kurteist á Austur ströndinni eins og á Vesturströndinni. Það sem ég fíla mest eru þó raðirnar, hér eru alltaf raðir, meira segja þegar þú ert á leið á tónleika, þá raðar kaninn sér svo pent upp og bíður bara þolinmóður þangað til hann kemst inn. Bíóraðirnar eru líka mjög mikilvægar, ég fæ kúltúrsjokk þegar ég fer heim til Íslands, því ég skil ekkert í því að ég þurfi að frekjast og æpa til þess að kaupa mér bjór á barnum, hvað þá popp í bíó... Já, maðurinn er merkilegur eins og hann er margur...

Bertha Sigmundsdóttir, 1.2.2007 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband