3.10.2008 | 21:24
ÚTSVAR
Við óskum Hornfirðingum til hamingju með sigurinn í Útsvari í kvöld! Mikið var notalegt að sjá kunnugleg andlit í beinni á tölvuskjánum, litlu systur bestu vinkonu minnar, grannann í húsinu við hliðina og skólastjóra dótturinnar. Er ekki tæknin undursamleg! Við bíðum spennt eftir framhaldinu og hvetjum ykkur héðan frá Svíþjóð. Heja Hornafjörður!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.