NÝ SKRIFSTOFA SEÐLABANKASTJÓRA?

Vegna niðurskurðar hefur þér nú verið úthlutað nýrri skrifstofu!

ATT2127061

ATT2127062 

ATT2127063 

ATT2127064

ATT2127065 

ATT2127066

ATT2127067 

ATT2127068 

NÝJAR SKRIFSTOFUREGLUR:

Klæðaburður:

1)  Mættu til vinnu klæddur í samræmi við tekjur þínar.

2)  Mætir þú íklæddur Armani jakkafötum, Pradaskóm eða með Gucci-tösku, má álykta sem svo að hag þínum sé vel borgið og þar af leiðandi hafir þú enga þörf fyrir launahækkun.

3)  Sértu druslulega klæddur, verður þú að læra að fara betur með peninga svo að þú getir keypt þér sómasamleg föt.  Þar af leiðandi færðu enga launahækkun.

4)  Sértu klæddur nákvæmlega eftir tilefninu ertu bara alveg eins og þú átt að vera og þar af leiðandi er engin ástæða til að veita þér launahækkun.

Veikindafrí:
Læknisvottorð verða framvegis ekki tekin gild.  Getir þú farið til læknis getur þú líka mætt í vinnuna.

Frídagar:
Allir starfsmenn eiga rétt á 104 frídögum á ári.  Við köllum þá laugardaga og sunnudaga. 

Salernisferðir:
Allt of mikill tími fer til spillis vegna salernisferða starfsmanna.  Þar af leiðandi verður nú tekin í gildi ströng þriggja mínútna regla:  Eftir þrjár mínútur fer viðvörunarbjalla af stað, salernispappírinn dregst tilbaka, dyrnar oppnast og tekin er mynd af salernisgestinum.  Við endurtekið brot mun myndin verða hengd upp á tilkynningatöflunni í kaffistofunni undir dálkinum "síbrotamenn".

Hádegisverður:

* Þeir sem eru of grannir fá 30 mínútna hádegishlé þar sem þeir þurfa að borða vel til að öðlast frísklegra útlit.

*  Þeir starfsmenn sem eru í kjörþyngd fá 15 mínútna hádegishlé til að innbyrða máltíð samþykkta af manneldisráði.

*  Starfsmenn sem eru yfir kjörþyngd fá 5 mínútna hádegishlé.  Það er sá tími sem þarf til að drekka einn bolla af Nútralétt.

Að lokum:
Þakka þér fyrir þá hollustu sem þú sýnir fyrirtækinu.
Okkar mottó er að viðhalda ávallt góðum og jákvæðum anda innan fyrirtækisins og þar af leiðandi viljum við að þið sendið allar spurningar, athugasemdir, kvartanir, ásakanir, röfl og tuð eitthvert annað!

Með kærri kveðju,

Stjórnin. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband