ÚR SÉR - GENGIÐ...

Ég ætlaði að millifæra pening yfir til Íslands fyrir helgina eins og oft áður, til að greiða af námslánum, en í þetta sinn gekk hvorki né rak í netbankanum mínum.  Ég hringdi í þjónustuver Nordea bankans og þar fékk ég þau svör að bankinn geri engar millifærslur til Íslands um óákveðinn tíma og ráðlegðu fólki að láta öll bankaviðskipti við Ísland eiga sig!

Þar kom hún - kreppan - In my face!

Ég sendi tölvupóst til Lánasjóðs Íslenskra námsmanna til að vita hvað ég gæti gert í stöðunni og fékk uppgefinn bankareikning í SEB-bankanum hér í landi sem hægt væri að leggja inn á.  Eigandi reikningsins er:  Seðlabanki Íslands!

Ég fór því í hádeginu í dag í útibú SEB-bankans hér í bæ til að spyrja hvort þessir peningar myndu komast til skila yfir Atlantshafið ef ég legði inn á þennan reikning.  Menn gátu svo sem ekki ábyrgst það.  Aðeins það að peningarnir myndu fara INN á reikninginn.  Svo vissu þeir ekkert um framhaldið.

Ég spurði þá hvert gengið væri á íslensku krónunni í dag.  Og þá fyrst varð ég orðlaus!  Ef ég ætla að kaupa 100 íslenskar krónur hér í Svíþjóð í dag kosta þær mig 8,64 sænskar krónur.   En selji ég bankanum þær síðan aftur jafnóðum borgar hann mér 4,42 sænskar krónur fyrir.  Þá er ég búin að tapa næstum því helmingnum þar sem sölugengi íslensku krónunnar hér er helmingi hærra en kaupgengið.  ,,Svona til öryggis" - var skýringn.  Eins og sjá má er hvergi annar staðar svona mikill mismunur á kaup- og sölugengi gjaldmiðla.

LandValutaKöpkursSäljkursDatum
Valutakurser - avista
 
AustralienAUD5,1065005,15850020/10
DanmarkDKK1,3211001,32910020/10
EstlandEEK0,6252000,63680020/10
EuroEUR9,8535009,90500020/10
HongkongHKD0,9325000,95250020/10
IndienINR0,1445000,15630020/10
IndonesienIDR0,0006610,00075820/10
IslandISK0,0442000,08640020/10
JapanJPY0,0713200,07190520/10
KanadaCAD6,1910006,23100020/10
KinaCNY1,0565001,08350020/10
LettlandLVL13,73000014,11000020/10
LitauenLTL2,8550002,87000020/10
MalaysiaMYR2,0604002,09040020/10
MarockoMAD0,8400000,92000020/10
MexikoMXN0,5650000,59500020/10
NorgeNOK1,1209001,13010020/10
Nya ZeelandNZD4,4835004,52850020/10
PolenPLN2,7700002,82250020/10
SaudiarabienSAR1,9125001,96750020/10

Á heimasíðu Sparisjóðanna er sagt að 100 íslenskar loftkrónur kosti 6,60 sænskar.  Það er greinilega einhver skekkja í þessu öllu saman Crying  Hvaða áhrif hefur þetta á þá Íslendinga sem enn láta sig hafa það að fara til útlanda.  Hvaða gengisútreikningum eiga menn að fara eftir?  Þeim sem Íslendingar gefa upp eða þeim sem landið sem viðkomandi er staddur í gefur upp?  Það þarf reikningsfróðari manneskju en mig til að svara því. 

Ef maður skoðar hvernig gengið lítur út Íslandsmegin frá í dag á mbl.is er ekki að sjá þennan gífurlega mun á kaup- og sölugengi gjaldmiðla og ég man reyndar ekki eftir að hafa séð svona mikinn mun áður.

 

 Gjaldmiðill KaupgengiSölugengiMiðgengi
BandaríkjadalurBandaríkjadalurUSD111,56112,1111,83
EvraEvraEUR150,08150,92150,5
SterlingspundSterlingspundGBP194,52195,46194,99
KanadadalurKanadadalurCAD94,5395,0994,81
Dönsk krónaDönsk krónaDKK20,13320,25120,192
Norsk krónaNorsk krónaNOK17,06217,16217,112
Sænsk krónaSænsk krónaSEK15,22215,31215,267
Svissneskur frankiSvissneskur frankiCHF98,198,6498,37
Japanskt jenJapanskt jenJPY1,09341,09981,0966
SDRSDRXDR169,66170,68170,17

Þetta er auðvitað ekki að gera sig Angry Angry Angry Angry Angry


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Helgadóttir

Það er gott að vera fátækur í dag og skulda íslandi ekkert......

Er mikið mál að fá vinnu þarna úti?    Ég er orðin svo hrædd um verðlag, vinnuöryggi og tryggar launagreiðslur....

Elín Helgadóttir, 20.10.2008 kl. 23:39

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vonandi bíður þú með að borga.  Algjörlega út í hött að greiða skuldir á þessu gengi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.10.2008 kl. 08:30

3 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Ég er að spá í að senda LÍN bara ameríska dollara með pósti.  Ekkert mál að kaupa þá í bönkunum hér.  Hey - ma'r gæti kannski bara farið í bisness að selja Íslendingum dollara - ha?

Ella mín, það er því miður ekki hlaupið að því að fá vinnu hér - það tók mig nú tvö ár!  Reyndar fer það eftir starfsvettvangi og því hvar þú ert í Svíþjóð en nú er atvinnuleysi að aukast og auk þess gera Svíar miklar kröfur um menntun.  Þeir segja reyndar að menn eigi helst að vera 25 ára, með háskólpróf og 10 ára reynslu!  Hins vegar er ekkert ómögulegt ef viljinn er fyrir hendi.  Hér má sjá hvaða störf eru í boði hjá vinnumiðluninni núna:  http://platsbanken.arbetsformedlingen.se/Standard/SokViaYrke/SokViaYrke.aspx

Aðalheiður Haraldsdóttir, 21.10.2008 kl. 17:24

4 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 13:51

5 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Látið það berast til Íslendinga erlendis sem þurfa að senda pening heim að það gengur fínt að nota þjónustu Western Union.  Sama gengi og er skráð heima á Klakanum og þó að þeir taki ríflegt þjónustugjald fyrir er þetta samt miklu ódýrara en að millifæra í bönkunum, a.m.k. hér í Svíþjóð!

Aðalheiður Haraldsdóttir, 22.10.2008 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband