BUXNABLOGG

Mér finnst alveg skelfilega leiðinlegt að kaupa á mig föt.  Tek hreinlega út fyrir það.  Skil ekki af hverju þau eru alltaf flottari á plastgínum en sjálfri mérFootinMouth??  Ósanngjarnt.  Verst fannst mér samt alltaf að kaupa buxur.  Skildi 22562178ekki af hverju það væru ekki hannaðar buxur á venjulegar konur.  Konur með fætur sem ná EKKI alla leið upp, mjaðmir eins og afrískar frjósemisgyðjur og skut sem sæmdi konunglegri freygátu!  Útkoman var alltaf allt of síðar skálmar, of þröngt mitti eða pokar yfir lærin.

Þangað til ég uppgötvaði D-númerin.  Hvílík frelsun!  Loksins einhver sem las hugsanir mínar.  Ég birgði mig og dótturina (sem hefur erft vaxtarlag móðurinnar) upp í vetur.  Og þær passa alltaf!!  Eða hafa gert það hingað til...

Ég uppgötvaði nefnilega í dag þegar ég var að ganga frá hreina tauinu að allar D-buxurnar mínar voru hreinar!  Skrítið, ég sem var örugglega í einum þeirra.  Við nánari athugun kom í ljós að ég var í buxum dótturinnar sem notar minni stærð en ég Wink.  Þetta get ég þakkað því að ég hjóla alltaf til og frá vinnu þessa dagana!Grin  Nú þarf ég að fara og birgja mig aftur upp af D-buxum, einu númeri minni takk!


ÉG NÁÐI...!!!!!

...BÁÐUM hlutum prófsins!!!GrinGrinGrinGrinGrinGrinGrinGrinGrinGrinGrinGrinGrinGrinGrinGrinGrin

Æ, þarna ferðaskrifstofunámið - munið þið!  Var að fá niðurstöðurnar og náði with Distinction (= með a.m.k. 90% rétt) í báðum hlutum!!

Nú er bara eftir að krækja í djobbið!!

Woman Booking Flight on Computer, © Images.com/Corbis, RF, 1, Adults, Aircraft, Airplane, Choice, Commercial airplane, Commercial art and graphic design, Computer, Computer hardware, Computer technology, Computer user, Convenience, Decision-making, Design arts, Easy, E-commerce, Females, Happiness, Illustrations, Internet, Joy, Looking, Modern, Passenger airplane, People, Planning, Reservation, Searching, Technology, Travel, Travel agency, Travel agents, Traveler, Vehicle, Women


DRÍFID YKKUR HINGAD Í GÓDA VEDRID!!

ImageVaultHandlerDrífid ykkur nú hingad til mín í blíduna!  Ég hjóla thessa dagana í vinnuna á kvartbuxum og hlýrabol Cool og börnin eru berfaett úti á stuttbuxum og stuttum kjólum.  Nú er bara ad drífa sig í heimsókn til mín - thad spáir 24-26 stiga hita um helgina (í forsaelu) hér í Sudur-Svíthjód á medan thad er frost og snjókoma nyrst!  Allir ad koma í heimsókn til mín!!  Thá getum vid skellt okkur á ströndina okkar hér í Växjö (sjá mynd)!!Grin

 


KÓRASLAGURINN!!

 

Kóraslagurinn er á dagskrá stöðvar 4 á laugardagskvöldum hér í Svíþjóð.  Rosalega skemmtilegt prógramm!  Sjö frægir sænskir söngvarar voru fengnir til að vera kórstjórar.  Og þá er ég ekki að tala um klassíska söngvara, heldur Eurovision-fara, Idol stjörnur, poppara og meira að segja einn þungarokkssöngvara.  Þau voru send í sína heimabæi og þar áttu þau að setja saman 20 manna kóra sem síðan há harða keppni um það hver er besti kórinn.  Í kórunum er venjulegt fólk á öllum aldri og af öllum stærðum og gerðum. 

     

Á hverju laugardagskvöldi er síðan símakosning þar sem einn kór fellur úr keppni hverju sinni.  Sá kór sem einna mesta athygli hefur vakið er kór þungarokkssöngvarans Joacims Cans úr hljómsveitinni Hammerfall.  Þau eru bara frábær eins og sjá má hér.  (Hafið þolinmæði, fyrst kemur smákynning á undan laginu).  Eftir að hafa fengið á sig gagnrýni fyrir að syngja bara þungarokkslög skiptu þau um gír og sungu þetta hér úr Carmina Burana, og sýndu og sönnuðu að þau geta sungið annað en bara þungarokk!

Annar kór sem er í toppslagnum er kórinn hennar Lottu.  Lotta söng einu sinni kasólétt í Eurovision þetta lag, en kórinn hennar er mjög skemmtilegur og syngur svona.

Hér er líka kórinn hennar Agnesar og kórinn hans Brolle, sem er eiginlega hinn sænski Elvis, hljómar svona .  Þar hefur píanóleikarinn, Andreas, vakið mikla athygli fyrir undarlega hárgreiðslu.  Alveg merkilegt að strákurinn skuli yfir höfuð sjá út úr augum!  Sjáið hann fara á kostum hér á æfingu!

Þetta er sko eitthvað sem hægt væri að gera heima á Íslandi. Sjá Hvolsvöll, Raufarhöfn, Hornafjörð og Grundarfjörð keppa um besta kórinn! 

Fyrir þá sem vilja fylgjast áfram með kóraslagnum er heimasíða þáttarins hér.  Hér má sjá þá sem eftir eru í toppbaráttunni syngja saman.  Góða skemmtun!

 


streetcowboys.se

Kíkið á nýja heimasíðu hljómsveitarinnar Street Cowboys - www.streetcowboys.se (sem hann Óli minn er í sko!).  Þarna getið þið hlustað á fleiri lög og séð myndir af strákunum!

Og nú eru Street Cowboys líka komnir á MySpace, http://www.myspace.com/johnthestreetcowboys


ÞESSI FALLEGI DAGUR...

Gleðilegt sumar!

Hér er búið að vera fallegt veður og steikjandi hiti í sólinni síðustu daga.  Ég labbaði að venju með Diljá á leikskólann í morgun.  Henni finnst ægilega gaman að skoða hina fjölbreyttu blómaflóru sem við sjáum í görðunum við Högstorpvägen á leiðinni.  Diljá var kát að koma á leikskólann og síðan hélt ég leiðar minnar áleiðis niður í miðbæ, í vinnuna.

Á leiðinni pípti í gemsanum mínum.  Gleðitíðindi bárust mér í formi sms.  Mín elsta og besta vinkona eignaðist litla stelpu í nótt! Grin  Ég fékk tár í augun og kökk í hálsinn eins og alltaf yfir svona stórtíðindum.  Velkomin í heiminn, Birna litla sumarbarn! HeartGrinHeart

Í dag fékk ég að njóta góða veðursins í vinnunni þar sem ég stóð fyrir utan ferðaskrifstofuna og dreifði bæklingum, brjóstsykri, kaffi og svaladrykk!  Talaði við skemmtilegt fólk, skrítið fólk, sænskt, útlenskt og íslenskt!  Var alveg svakalega heitt á tánum!

Kom heim og knúsaði unglingsstelpuna sem tók samræmt próf í stærðfræði í morgun - ári á undan áætlun!  Og gekk auðvitað vel eins og venjulega.  Snillingurinn minn GrinHeart  Héldum upp á áfangann með blómum, pizzu og súkkulaðiköku.

Hringdi í hina nýbökuðu mömmu - bestu vinkonu mína, ennþá með smá kökk í hálsinum!  Fer á morgun að kaupa lítinn, sætan kjól!

Já, þetta er búinn að vera fallegur og góður dagur! GrinGrinGrin

 


ROKKABILLÝ OG BRILLJANTÍN!

Okkur langaði bara að deila aðeins með okkur af því sem Óli og félagar hans í hljómsveitinni eru að gera.  Þeir skruppu í stúdíó um daginn og tóku upp nokkur demó-lög á geisladisk til að geta betur auglýst sig.  Þetta var nú bara einföld live-upptaka hjá þeim, þ.e. þeir tóku upp allt í einu, hljóðfæraleik og söng, en ekki hver í sínu lagi eins og gert er þegar menn gera alvöru plötur, og ekkert var lagað eftir á.  Nú ætla þeir bara að fara að spila á fullu - rokkabillý var það heillin og brilljantín í hárið!Cool

Forsprakki hljómsveitarinnar er löggumanninn John Nilsson, gítarleikari og söngvari og semur hann öll lög og texta sjálfur en þeir þremenningarnir útsetja síðan í sameiningu.  Bassann plokkar hinn geðþekki enskukennari Ingemar Porse og svo er það auðvitað enginn annar605480_thumbs_up_with_clipping_path_thumb%5B5%5D en hann Óli minn sem ber trumburnar af sinni alkunnu snilld!

Þið getið hér hlustað á eitt lag með þeim félögum, samið af John að sjálfsögðu.  Lagið heitir "Thumbs up" og ég gef þeim svo sannarlega...

 


ÉG ER FRJÁLS EINS OG FUGLINN!

Þá er maður loksins laus úr "búrinu".  Kominn út á meðal manna.  Hittir fullt af fólki á hverjum degi.  Hvílík dásemd!Smile

Fyrir tveimur vikum síðan byrjaði ég semsagt í starfsþjálfun á ferðaskrifstofunni Resia.  Frábært!  Þar vinna 5 indælar og hressar stelpur auk yfirmannsins, Áróru, sem er skemmtileg skellibjalla og algjör orkubolti.  Ég er frá 9-18 alla virka daga svo að það eru dálítið mikil umskipti frá því sem var - að vera atvinnulaus heima alla daga.

Auðvitað lærist þetta starf ekki á einum degi, ég á 8 vikur eftir og þá segir Áróra að maður sé búinn að læra svona 10%.  Hún er jákvæð á áframhaldandi starf, ekki síst þar sem hún getur hugsanlega fengið styrk frá ríkinu til að ráða mig þar sem ég er búin að vera atvinnulaus í meira en 1 ár.  Þetta er gert til að hvetja vinnuveitendur til að ráða svona fólk eins og mig!

Á föstudagskvöldið var svo vinnupartí heima hjá einni af stelpunum.  Allar mættu og makarnir líka og áttu saman skemmtilega kvöldstund.  Þau höfðu ekki hist svona öll áður, enda stutt síðan sumar þeirra byrjuðu að vinna þarna.

Það er þéttskipuð dagskrá framundan hjá stelpunum mínum, lúðrasveitartónleikar hjá Rebekku um allan bæ, dans, söngur, balletsýning, kórferðalag og skólaferðalag hjá Sesselju og húllumhæ á leikskólanum hjá Diljá.  Auk þess á að hafa keilukvöld fyrir alla foreldrana í bekknum hennar Sesselju.  Við hittumst aldrei nema á fundum í skólanum svo það var ákveðið að fara út að borða og gera eitthvað skemmtilegt saman til að hrista þennan foreldrahóp saman.  Bráðsniðugt!

Ég er semsagt BARA bjartsýn og ekki spillir fyrir að vorið er loksins komið, sólin skín, veitingasölur eru búnar að koma fyrir borðum og stólum úti og bærinn fyllist af léttklæddu fólki!Cool

Svo til ykkar sem takið vinnunni ykkar sem sjálfsögðum hlut - munið bara hvað þið eruð heppinWink  Ég var sjálf búin að gleyma því en þegar maður lendir í mínum aðstæðum, fer maður að hugsa svolítið öðruvísi og verður þakklátari fyrir svo margt sem maður tók áður sem gefnu. 


THE EAGLES!

Sunnudaginn 30. mars skelltum við Óli, Begga og Steinar okkur á tónleika í Globen í Stokkhólmi með engum öðrum en hljómsveitinni The Eagles.  Þetta er í annað skiptið sem við förum í Globen, sáum Eric Clapton þar sumarið 2006, auk þess höfum við farið á marga tónleika heima á Íslandi en þessir slógu allt annað út!

Begga og Steinar fyrir utan Globen PICT5129   

Óli mættur á svæðið

 

Í endurminningunni hefur lagið Hotel California alltaf verið til enda var ég víst ekki nema 8 ára þegar það kom út.  Og þegar The Eagles gáfu út sína fyrstu plötu með lögum eins og Take it easy og Peaceful easy feeling var undirrituð 4 ára gömul hnáta, jafngömul og Diljá mín er núna. LoL  Manni finnst það ótrúlegt þegar maður hlustar á þessi lög í dag, þau eru einhvern veginn tímalaus.  Þetta er svo sannarlega klassískt rokk af bestu gerð!!  Við Óli höfum talað um það hvað það verði gaman hjá okkar kynslóð þegar við komum á elliheimilið, þá verði ekki hlustað á harmonikkutónlist, bara rokk og ról! Cool 

 

Eagles í Globen 30. mars 2008 Eagles í fantaformi!

Ég verð að viðurkenna að ég velti því fyrir mér fyrir tónleikana hversu vel hljómsveitinni myndi takast að koma sinni frábæru tónlist til skila.  Eitt af því sem einkennir lögin þeirra eru raddsetningarnar og ég hugsaði með mér hvort þeir yrðu með fullt af bakraddasöngvurum, þar sem  þar sem þeir eru nú allir orðnir sextugir, kapparnir, og hvort hið eina, sanna Eagles-sánd yrði ósvikið.

Don Henley syngur  Joe Walsh og Glenn Frey taka hið stórkostlega gítarsóló í

Því er skemmst frá að segja að ÞEIR VORU ÓSVIKNIR!  Sungu allir eins og englar, spilamennskan var í hæsta klassa og hljómgæðin voru ótrúleg.  Þetta var eins og að hlusta á plöturnar þeirra - bara betra!  Þeir toppuðu sjálfa sig og áheyrendur fengu fyrir allan peninginn og meira til!

Tónleikarnir voru allir hinir glæsilegustu Óli og The Eagles

Þeir spiluðu öll sín þekktustu lög og nokkur af nýju plötunni líka, samtals í tæpa 3 klukkutíma.  Þeir höfðu greinilega gaman af því sem þeir voru að gera, göntuðust og náðu góðu sambandi við áhorfendur.  Maður hefur nefnilega stundum farið á tónleika þar sem manni líður eins og tónlistarmennirnir séu bara að vinna vinnuna sína, séu orðnir þreyttir á þessu og það vantar alla sál.  Það er ekki skemmtilegt á svoleiðis tónleikum.  Þarna fékk maður allt beint í æð, af hjarta og sál!

                

Hér má sjá heimasíðu hljómsveitarinnar:  http://www.eaglesband.com/

Og hér er sýnishorn af tónleikunum í Globen sem ég fann á YouTube: http://www.youtube.com/watch?v=q3z_DWIfd8o


Á FERÐ OG FLUGI!

Jæja, gott fólk.  Maður er svona rétt að komast niður á jörðina aftur eftir prófið í Stokkhólmi.  Mér fannst ég svona 100 kg léttari þegar þetta var búið, svo mikill var léttirinn (ég er ekki 100 kg sko).  Fyrri hlutinn gekk alveg ágætlega og sá seinni alveg stórvel!  Þetta voru semsagt tvö þriggja tíma próf og veitti sko ekki af tímanum - þetta var alls ekki auðvelt!  Nú er bara að bíða til 16. maí eftir niðurstöðunum - ég er örugg á svona 90% í seinni hlutanum og vona að ég lendi réttu megin við 70 prósentin í þeim fyrri.

Takk, elskurnar, fyrir að senda mér alla ykkar hlýju strauma og kveðjur!  Það virkaði pottþétt!

Það var dálítið fyndið að þegar ég flaug aftur heim var aftur svona stór þota, svona u.þ.b. 200 farþega.  Þá var ég samferða stelpu af námskeiðinu og spurði hana hvort það væru alltaf svona stórar flugvélar milli Stokkhólms og Växjö.  ,,Já", sagði hún en horfði samt á mig eins og hún skildi ekki alveg spurninguna.  Svarið fékk ég skömmu síðar.  Þegar vélin var að fara að taka loft, fór hún öll á ið, leit svo óttaslegin á mig og sagði:  ,,Mér er alltaf svo illa við að fljúga með svona litlum flugvélum!"  Enn og aftur:  Svíar vita ekki hvað þeir hafa það gott!

Það var ekki lítið notalegt að koma aftur heim.  Óli og stelpurnar voru alveg svakalega dugleg meðan ég var að heiman og það var allt hreint og snyrtilegt.  Kveikt á kertum um alla íbúð og ég fékk geisladiskinn með Magnúsi Ugglu sem mig hafði langað svo í, í eldhúsinu biðu blóm frá stelpunum mínum, í stofunni ostabakki og fleiri kræsingar og svo toppaði Óli allt saman með því að draga fram konfektkassa með hjartalaga molum. InLoveInLoveInLove  Getur lífið orðið öllu betra?

Þessa vikuna hefur verið svolítill vetur og snjór en milt veður samt.  Systursonur hans Óla hefur verið hjá okkur síðustu daga en hann er í lýðháskóla í Noregi.  Hér hefst páskafríið á föstudaginn langa og svo er frí í skólunum vikuna eftir páska.  Í lok hennar förum við svo til Stokkhólms til að fara á tónleika með EAGLES í Globen.  Munið þið ekki eftir ,,Hotel California"?  Það verður ekki amalegt!  Þar á eftir tekur síðasta törnin í skólanum við, fjórir dagar í Eskilstuna.  Þá ætla ég að gista hjá Beggu í Stokkhólmi, það tekur klukkutíma á milli, og Begga ætlar að leyfa Diljá að koma með sér í vinnuna á leikskólanum sínum til að létta undir með Óla.  Það verður sko ekki leiðinlegt hjá minni, Begga vinnur nefnilega á útileikskóla þar sem krakkarnir eru úti mest allan daginn.  Síðan þegar við Diljá komum heim aftur byrja ég í starfsþjálfuninni og vonandi, vonandi, VONANDI fæ ég síðan vinnu hjá þeim!  Jú, ég bæði get og vil - ætla og SKAL!

GLEÐILEGA PÁSKA, ELSKURNAR!!  PUSS OCH KRAM!  (Pústrar og kremjur.....nei, bara að grínast, það þýðir  KOSSAR OG KNÚS!)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband