GLÆSILEGT!

Ég og dætur mínar erum miklir aðdáendur Latabæjar og urðum voða glaðar þegar við sáum þættina á TV4 hér í Svíþjóð.  Þeir eru hins vegar bara sýndir kl. 8 á sunnudagsmorgnum og þá er ekki svona aaalveg öruggt að menn séu alltaf vaknaðir!  Ég hef hins vegar spáð aðeins í það hvernig þetta sé með markaðssetninguna.  Ég veit að þetta er mjög stórt í Bandaríkjunum og Sollu stirðu og Íþróttaálfs-búningar t.d. afar vinsælir fyrir hrekkjavökuna.  Þetta er greinilega mjög stórt í Bretlandi líka en hér í Svíþjóð eru ekki margir sem þekkja þetta.  Ég hef séð geisladiska með þáttunum í verslunum og harðspjaldabækur í bókaverslunum, en minnihluti krakka sem ég hef spurt þekkir til Latabæjar og alls ekki konurnar á leikskólunum hjá dóttur minni!  Sem mér finnst auðvitað voða mikil synd.  Því að þá get ég auðvitað ekkert montað mig af því að vera frá sama landi og Íþróttaálfurinn stórkostlegi og Solla...FootinMouth


mbl.is Latibær tilnefndur til BAFTA verðlauna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Elsku besti Óli Kalli minn, hjartanlegar hamingjuóskir með daginn, þó svo að ég sé nokkrum dögum of sein að óska þér til hamingju, þá meina ég það samt. Ég vona að dagurinn hafi verið ánægjulegur, og að þú hafir fengið fullt af kökum og nammi...

Bestu kveðjur til ykkar frá okkur, hlakka til þess að sjá ykkur í Júní, eruð þið byrjuð að safna??????

Bertha Sigmundsdóttir, 6.11.2007 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband