KRÍSLAND...

...var fyrirsögn opnufréttar í Aftonbladet í vikunni.  Fréttinni fylgdi mynd af Reykjavík þar sem hún húkti undir gráum óveðursskýjum.  Minnti helst á Gotham City nema hvað engin ofurhetja kom þjótandi af himni ofan til að bjarga þjóðinni.

Ég verð að viðurkenna að þjóðarstoltið kom upp í mér og ég hreinlega móðgaðist yfir að fallega borgin okkar væri sýnd í svona drungalegu ljósi.

Auðvitað erum við slegin yfir fréttunum að heiman en ég get ekki sagt að við höfum orðið sérstaklega hissa.  Áður en við fluttum hingað til Svíþjóðar fyrir rúmum tveimur ræddum við oft um það að þetta gæti ekki haldið svona áfram endalaust.  Fyrr eða síðar hlyti spilaborgin að hrynja.  Því miður reyndist það rétt.

Mér heyrist fólk samt bera sig nokkuð vel.  Enda eru Íslendingar sterkir og láta ekki bugast svo auðveldlega.  Það sem ég velti helst fyrir mér er það hvort umhyggja stjórnmálamanna fyrir landsmönnum sé ósvikin.  Mér hefur nefnilega lengi vel fundist allt snúast um hag banka og fyrirtækja og ráðamenn skellt skollaeyrum við þeim sögusögnum að það sé til fátækt fólk á Íslandi.

Nú er skiljanlega róið öllum árum að því að bjarga fjármálakerfinu og halda hjólum atvinnulífsins gangandi.  En vonandi verður ekki látið þar við sitja.  Það þarf líka að huga að FÓLKINU í landinu - ekki bara núna heldur til frambúðar.  Menn verða að standa við stóru orðin hvað það varðar.

Vonandi verður þessi skellur lán í óláni fyrir þjóðina.  Hugur okkar er hjá fólkinu heima og við sendum ykkur alla okkar hlýjustu strauma og bestu óskir!

 

1593841010_9d18253a72  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eigum við ekki að segja að upp úr rústunum rísi ný og betri þjóð?

Ég ætla að trúa því.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.10.2008 kl. 07:36

2 Smámynd: Guðlaug Úlfarsdóttir

Hæ, hæ, gaman að lesa bloggin þín aftur Heiða mín.  Ég hef verið eitthvað svo upptekin að ég hef ekki komist í að lesa neitt nema rannsóknir og skýrslur í náminu mínu og svo eina og eina fræðigrein.  Vona að þið haldið áfram að hafa það svona gott.  Ef Rebekka sér okkur einhverntíman inniá MSN og svo undarleg vill til að Sesselja sé heima, þá þurfum við endilega að leyfa prinsessunum að tala saman.

kv. frá Höfn

Guðlaug Úlfarsdóttir, 14.10.2008 kl. 11:54

3 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Æjá þetta er aumt og skítt ástand, en það er ekki hægt að leggjast undir feld heldur verðum við bara að trúa og vona það besta.

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 17.10.2008 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband