22.10.2008 | 18:02
FÖR KUNG OCH FOSTERLAND!
Þetta lag var í undankeppni Eurovision hér í Svíþjóð 2007. Það er eftir Magnús Ugglu sem er alveg snilldartextahöfundur og semur gjarnan ádeilutexta. Mér finnst hann alveg frábær.
Lagið För Kung och Fosterland fjallar um neyslubrjálæði nútímans. Þið skiljið sjálfsagt innihald textans sem má sjá hér fyrir neðan. Nú skulum við horfa á höfundinn flytja lagið.
Vardagens problem sätter par på prov Vissa går i terapi Far till bara vara för att få ro Men så funkar inte vi Har vi tråkigt min fru och jag Ringer vi in en skum polack Källar'n blir till ett hemma-spa Inga halvmesyrer, tack! En dag kan hela världen stå i brand Så kör för kung och fosterland Köp mera, spendera Så mycket som du kan För kung och fosterland Vi drar till Paris, shoppar loss som få Ingen tid får gå till spill Ser jag något snyggt vill jag köpa två Kosta vad det kosta vill Adoption är vår nya grej Det lättar upp för en liten stund Vi beställer en gullig tjej Och sen köper vi en hund En dag kan... Vi lever varje timme som att allting ska ta slut Vi struntar gärna i kritiken om vårt överflöd Väsker, skor och möbler måste alltid bytas ut Imorgon kan man faktiskt vara död En dag kan...
p.s. íslenskur texti óskast
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2008 | 19:41
ÚR SÉR - GENGIÐ...
Ég ætlaði að millifæra pening yfir til Íslands fyrir helgina eins og oft áður, til að greiða af námslánum, en í þetta sinn gekk hvorki né rak í netbankanum mínum. Ég hringdi í þjónustuver Nordea bankans og þar fékk ég þau svör að bankinn geri engar millifærslur til Íslands um óákveðinn tíma og ráðlegðu fólki að láta öll bankaviðskipti við Ísland eiga sig!
Þar kom hún - kreppan - In my face!
Ég sendi tölvupóst til Lánasjóðs Íslenskra námsmanna til að vita hvað ég gæti gert í stöðunni og fékk uppgefinn bankareikning í SEB-bankanum hér í landi sem hægt væri að leggja inn á. Eigandi reikningsins er: Seðlabanki Íslands!
Ég fór því í hádeginu í dag í útibú SEB-bankans hér í bæ til að spyrja hvort þessir peningar myndu komast til skila yfir Atlantshafið ef ég legði inn á þennan reikning. Menn gátu svo sem ekki ábyrgst það. Aðeins það að peningarnir myndu fara INN á reikninginn. Svo vissu þeir ekkert um framhaldið.
Ég spurði þá hvert gengið væri á íslensku krónunni í dag. Og þá fyrst varð ég orðlaus! Ef ég ætla að kaupa 100 íslenskar krónur hér í Svíþjóð í dag kosta þær mig 8,64 sænskar krónur. En selji ég bankanum þær síðan aftur jafnóðum borgar hann mér 4,42 sænskar krónur fyrir. Þá er ég búin að tapa næstum því helmingnum þar sem sölugengi íslensku krónunnar hér er helmingi hærra en kaupgengið. ,,Svona til öryggis" - var skýringn. Eins og sjá má er hvergi annar staðar svona mikill mismunur á kaup- og sölugengi gjaldmiðla.
Valutakurser - avista | ||||
Australien | AUD | 5,106500 | 5,158500 | 20/10 |
Danmark | DKK | 1,321100 | 1,329100 | 20/10 |
Estland | EEK | 0,625200 | 0,636800 | 20/10 |
Euro | EUR | 9,853500 | 9,905000 | 20/10 |
Hongkong | HKD | 0,932500 | 0,952500 | 20/10 |
Indien | INR | 0,144500 | 0,156300 | 20/10 |
Indonesien | IDR | 0,000661 | 0,000758 | 20/10 |
Island | ISK | 0,044200 | 0,086400 | 20/10 |
Japan | JPY | 0,071320 | 0,071905 | 20/10 |
Kanada | CAD | 6,191000 | 6,231000 | 20/10 |
Kina | CNY | 1,056500 | 1,083500 | 20/10 |
Lettland | LVL | 13,730000 | 14,110000 | 20/10 |
Litauen | LTL | 2,855000 | 2,870000 | 20/10 |
Malaysia | MYR | 2,060400 | 2,090400 | 20/10 |
Marocko | MAD | 0,840000 | 0,920000 | 20/10 |
Mexiko | MXN | 0,565000 | 0,595000 | 20/10 |
Norge | NOK | 1,120900 | 1,130100 | 20/10 |
Nya Zeeland | NZD | 4,483500 | 4,528500 | 20/10 |
Polen | PLN | 2,770000 | 2,822500 | 20/10 |
Saudiarabien | SAR | 1,912500 | 1,967500 | 20/10 |
Á heimasíðu Sparisjóðanna er sagt að 100 íslenskar loftkrónur kosti 6,60 sænskar. Það er greinilega einhver skekkja í þessu öllu saman Hvaða áhrif hefur þetta á þá Íslendinga sem enn láta sig hafa það að fara til útlanda. Hvaða gengisútreikningum eiga menn að fara eftir? Þeim sem Íslendingar gefa upp eða þeim sem landið sem viðkomandi er staddur í gefur upp? Það þarf reikningsfróðari manneskju en mig til að svara því.
Ef maður skoðar hvernig gengið lítur út Íslandsmegin frá í dag á mbl.is er ekki að sjá þennan gífurlega mun á kaup- og sölugengi gjaldmiðla og ég man reyndar ekki eftir að hafa séð svona mikinn mun áður.
Gjaldmiðill | Kaupgengi | Sölugengi | Miðgengi | ||
Bandaríkjadalur | USD | 111,56 | 112,1 | 111,83 | |
Evra | EUR | 150,08 | 150,92 | 150,5 | |
Sterlingspund | GBP | 194,52 | 195,46 | 194,99 | |
Kanadadalur | CAD | 94,53 | 95,09 | 94,81 | |
Dönsk króna | DKK | 20,133 | 20,251 | 20,192 | |
Norsk króna | NOK | 17,062 | 17,162 | 17,112 | |
Sænsk króna | SEK | 15,222 | 15,312 | 15,267 | |
Svissneskur franki | CHF | 98,1 | 98,64 | 98,37 | |
Japanskt jen | JPY | 1,0934 | 1,0998 | 1,0966 | |
SDR | XDR | 169,66 | 170,68 | 170,17 |
Þetta er auðvitað ekki að gera sig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.10.2008 | 15:51
MENNTUN, MAMMA MIA, LIMMI OG STJÖRNUR!
Í dag fór ég með Rebekku á opið hús í Katedral menntaskólanum sem hún ætlar í næsta vetur. Ég óskaði þess nú helst að ég væri orðin 16 ára aftur! Þetta virðist vera rosalega skemmtilegur skóli með margt í boði. Það eru 17 námsbrautir sem eru samræmdar í sænskum menntaskólum og síðan geta skólar sett saman sínar eigin sérnámsbrautir.
Menntaskólinn er 2500 einingar og þar af eru 200 einingar í vali innan brautar og 300 einingar í vali utan brautar. Rebekka ætlar að fara á náttúru/stærðfræðibraut og taka síðan sérstakt tónlistarval sem Katedral skólinn býður upp á í samvinnu við Kulturskolan sem er tónlistarskólinn hennar Rebekku. Það þarf reyndar að standast inntökupróf í hljóðfæraleik og söng til að komast inn í þetta val en við vonum auðvitað að það gangi vel hjá henni. Hún er nú þegar í stærðfræðitímum í Katedral skólanum og líst rosalega vel á hann.
Í tónlistarvalinu eru allir nemendur skyldugir til að syngja í kór og síðan fást nemendur auðvitað við hljóðfæraleik, settar eru saman litlar hljómsveitir og leikin alls konar tónlist. Menn fá að spreyta sig á upptökum í upptökuveri skólans og á síðasta ári er settur upp söngleikur þar sem nemendur semja og útsetja alla tónlist sjálfir. Það er rosalega stór og flottur salur í skólanum og nemendur af listabraut (sem skiptist í leiklistarlínu, tónlistarlínu, myndlistarlínu og hönnunarlínu) vinna saman að leikhússuppsetningum í skólanum. Þess má að lokum til gamans geta að ekki ófrægari Svíar en Charlotte Perelli, sem vann Selmu Björns í Eurovision á sínum tíma, var einmitt á tónlistarbraut í Katedral skólanum!
Nemendur og kennarar voru mjög virkir í að kynna skólann, sýndu myndbönd og kennslubækur, gerðu eðlisfræðitilraunir, léku tónlist og máluðu málverk, og boðið var upp á fríar veitingar. Bara gaman!
Sesselja fór með Aneu vinkonu sinni og foreldrum hennar á bíó í dag að sjá Mamma Mia. Við Óli fórum um daginn með Mariu systur og ameríska kærastanum hennar, honum Chris. Ég var ekkert svo rosalega spennt, þrátt fyrir að myndin hefði fengið frábæra dóma, þar sem ég hef verið aðdáandi ABBA nr. 1 síðan ég var 7 ára og fannst að það hefði átt að velja almennilega söngvara en ekki amerískar kvikmyndastjörnur í aðalhlutverkin. Fyrir utan nokkur kliskukennd atriði fannst mér myndin samt bara bráðskemmtileg og sérstaklega fannst mér Meryl Streep koma skemmtilega á óvart í ABBA- lögunum. Pierce Brosnan hefur hins vegar sýnt það og sannað að hann getur alls ekki sungið. Bara alls ekki!
Tónlist ABBA stendur auðvitað alltaf fyrir sínu og maður kann lögin auðvitað út og inn. Mér fannst líka gaman að heyra þarna lög sem trónuðu ekki endilega á toppi vinsældarlistana og eitt lag snerti mig sérstaklega. Ég hef sjálfsagt verið svona 10-12 ára þegar það kom út og ég man að ég skildi aldrei almennilega textann í því. Enda eðlilegt. Maður þarf víst að vera orðin mamma til þess. Mér finnst alltaf svo frábært þegar gömul lög lifna við á ný og vekja hjá manni nýja tilfinningu og merkingu. Ég er að tala um þetta lag:
http://www.youtube.com/watch?v=h8fOWo2hV4U&feature=related
Sesselja hringdi svo í mig frá Aneu áðan, nýkomin heim úr bíó og var mikið niðri fyrir. ,,Þetta er sko búinn að vera alveg rosalega skemmtilegur dagur", sagði hún. ,,Við löbbuðum niður í bæ á bíóið og sáum sko Carolina Kluft", en það er ein stærsta íþróttastjarna Svía og er héðan frá Växjö. Hún vann m.a. gullverðlaun í tugþraut á Ólympíuleikunum 2004.
Nú, eftir að hafa barið stjörnuna augum var horft á Mamma Mia og það var líka rosalega gaman. En svo var nú komið að hápunkti dagsins. Heimferðinni! Og hún var ekki af lakara tagi. Limósína skyldi það vera - hvorki meira né minna! Svo það var svo sannarlega stjörnubragur á minni í dag!
Ætli það verði ekki bara styrjuhrogn og ostrur í matinn, svona til að eyðileggja ekki stemninguna!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2008 | 19:48
SITT AF HVORU TAGI...
Mér datt si svona í hug að henda inn smáfréttum af fjölskyldunni. Ég sit hér ALEIN á föstudagskvöldi. Óli sofnaður með Diljá - bæði alveg búin eftir vikuna. Sesselja fór í partý og síðan á diskótek og Rebekka í messu.
Nei, nei - ég er ekkert að rugla - 10 ára skvísan úti að djamma og unglingurinn í kirkju! Það er diskótek í skólanum hjá Sesselju og einn skólabróðir hennar bauð heim í upphitunarpartý - pizzur og allt. Síðan á að sækja barnið upp í skóla klukkan 22:30 en ég býst við að messan hjá unglingnum klárist um svipað leyti.
Ég hef sagt frá því áður að Rebekka fer stundum í messu á föstudagskvöldum. Það eru svona unglingasamkomur, rosalega flott tónlist og ýmislegt skemmtilegt í gangi. Ég skutlaði henni og Jenný en þegar við komum að kirkjunni voru nánast öll ljós slökkt og ekkert lífsmark að sjá fyrir utan bílana og reiðhjólin sem stóðu fyrir utan. Ég spurði hvort það væri ekki örugglega messa í kvöld? ,,Júúúú, mammah - auðvitað!", svaraði pirraður unglingurinn. ,,Það er bara svona þemakvöld" Og hvert er þemað? - Lost. - LOST!!! Á líka þessum síðustu og verstu. Vona bara að unglingurinn verði found og skili sér aftur!
Af Diljá er það helst að frétta að hún fór á sinn fyrsta íshokkýleik um daginn! Jebb - og hélt það út! Henni var boðið með vinkonu sinni af leikskólanum og pabba hennar. Mamman var ekki heima en pabbinn gat nú ekki farið að missa af íshokkýleiknum fyrir það! Svo að Tea fékk að bjóða Diljá með sér. Fyrst var farið út að borða á McDonalds og svo var haldið í skautahöllina. Þetta var á föstudagskvöldi og það var dálítið skrýtið að vera heima og bíða eftir að 4 ára barnið kæmi heim! Klukkan hálftíu um kvöldið kom hún svo heim - alsæl! Það var sko rosalega gaman. Þeir voru á skautum sko, og við sögðum ,,Heja, Lakers" og þeir unnu og hinir töpuðu! Og svo fengum við líka nammi! Það er alveg öruggt að þessi upplifun líður henni seint úr minni.
Óli er að safna kröftum fyrir spilamennsku annað kvöld og nótt. Strætiskúrekarnir verða að spila dálítinn spöl í burtu svo að hann kemur seint heim. Mín bíður hins vegar hin klassíska helgartiltekt - alltaf jafn skemmtileg. Á sunnudaginn ætlum við að skreppa til Målilla. Það er orðið allt of langt síðan við fórum síðast svo það verður gott að kíkja þangað.
Hafið það sem allra best, elskurnar mínar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2008 | 19:48
KRÍSLAND...
...var fyrirsögn opnufréttar í Aftonbladet í vikunni. Fréttinni fylgdi mynd af Reykjavík þar sem hún húkti undir gráum óveðursskýjum. Minnti helst á Gotham City nema hvað engin ofurhetja kom þjótandi af himni ofan til að bjarga þjóðinni.
Ég verð að viðurkenna að þjóðarstoltið kom upp í mér og ég hreinlega móðgaðist yfir að fallega borgin okkar væri sýnd í svona drungalegu ljósi.
Auðvitað erum við slegin yfir fréttunum að heiman en ég get ekki sagt að við höfum orðið sérstaklega hissa. Áður en við fluttum hingað til Svíþjóðar fyrir rúmum tveimur ræddum við oft um það að þetta gæti ekki haldið svona áfram endalaust. Fyrr eða síðar hlyti spilaborgin að hrynja. Því miður reyndist það rétt.
Mér heyrist fólk samt bera sig nokkuð vel. Enda eru Íslendingar sterkir og láta ekki bugast svo auðveldlega. Það sem ég velti helst fyrir mér er það hvort umhyggja stjórnmálamanna fyrir landsmönnum sé ósvikin. Mér hefur nefnilega lengi vel fundist allt snúast um hag banka og fyrirtækja og ráðamenn skellt skollaeyrum við þeim sögusögnum að það sé til fátækt fólk á Íslandi.
Nú er skiljanlega róið öllum árum að því að bjarga fjármálakerfinu og halda hjólum atvinnulífsins gangandi. En vonandi verður ekki látið þar við sitja. Það þarf líka að huga að FÓLKINU í landinu - ekki bara núna heldur til frambúðar. Menn verða að standa við stóru orðin hvað það varðar.
Vonandi verður þessi skellur lán í óláni fyrir þjóðina. Hugur okkar er hjá fólkinu heima og við sendum ykkur alla okkar hlýjustu strauma og bestu óskir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.10.2008 | 20:51
NÝ SKRIFSTOFA SEÐLABANKASTJÓRA?
Vegna niðurskurðar hefur þér nú verið úthlutað nýrri skrifstofu!
NÝJAR SKRIFSTOFUREGLUR:
Klæðaburður:
1) Mættu til vinnu klæddur í samræmi við tekjur þínar.
2) Mætir þú íklæddur Armani jakkafötum, Pradaskóm eða með Gucci-tösku, má álykta sem svo að hag þínum sé vel borgið og þar af leiðandi hafir þú enga þörf fyrir launahækkun.
3) Sértu druslulega klæddur, verður þú að læra að fara betur með peninga svo að þú getir keypt þér sómasamleg föt. Þar af leiðandi færðu enga launahækkun.
4) Sértu klæddur nákvæmlega eftir tilefninu ertu bara alveg eins og þú átt að vera og þar af leiðandi er engin ástæða til að veita þér launahækkun.
Veikindafrí:
Læknisvottorð verða framvegis ekki tekin gild. Getir þú farið til læknis getur þú líka mætt í vinnuna.
Frídagar:
Allir starfsmenn eiga rétt á 104 frídögum á ári. Við köllum þá laugardaga og sunnudaga.
Salernisferðir:
Allt of mikill tími fer til spillis vegna salernisferða starfsmanna. Þar af leiðandi verður nú tekin í gildi ströng þriggja mínútna regla: Eftir þrjár mínútur fer viðvörunarbjalla af stað, salernispappírinn dregst tilbaka, dyrnar oppnast og tekin er mynd af salernisgestinum. Við endurtekið brot mun myndin verða hengd upp á tilkynningatöflunni í kaffistofunni undir dálkinum "síbrotamenn".
Hádegisverður:
* Þeir sem eru of grannir fá 30 mínútna hádegishlé þar sem þeir þurfa að borða vel til að öðlast frísklegra útlit.
* Þeir starfsmenn sem eru í kjörþyngd fá 15 mínútna hádegishlé til að innbyrða máltíð samþykkta af manneldisráði.
* Starfsmenn sem eru yfir kjörþyngd fá 5 mínútna hádegishlé. Það er sá tími sem þarf til að drekka einn bolla af Nútralétt.
Að lokum:
Þakka þér fyrir þá hollustu sem þú sýnir fyrirtækinu.
Okkar mottó er að viðhalda ávallt góðum og jákvæðum anda innan fyrirtækisins og þar af leiðandi viljum við að þið sendið allar spurningar, athugasemdir, kvartanir, ásakanir, röfl og tuð eitthvert annað!
Með kærri kveðju,
Stjórnin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.10.2008 | 21:24
ÚTSVAR
Við óskum Hornfirðingum til hamingju með sigurinn í Útsvari í kvöld! Mikið var notalegt að sjá kunnugleg andlit í beinni á tölvuskjánum, litlu systur bestu vinkonu minnar, grannann í húsinu við hliðina og skólastjóra dótturinnar. Er ekki tæknin undursamleg! Við bíðum spennt eftir framhaldinu og hvetjum ykkur héðan frá Svíþjóð. Heja Hornafjörður!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2008 | 20:29
VINNA - ÉTA - SOFA
Þetta hljómar kannski neikvætt en er það alls ekki. Það er ROSALEGA GAMAN í vinnunni, oftast eitthvað ROSALEGA GOTT að borða og svo er SVOOOOO GOTT að sofa í bólinu mínu! Hins vegar gefst EKKI TÍMI fyrir margt annað, en það er allt annað mál.
Hér er lífið komið í sína föstu skorður. Helsta breytingin er auðvitað sú að húsfreyjan á bænum vinnur nú frá klukkan 9-18 alla virka daga. Þar af leiðandi er það nú undir húsfreynum komið að ferja dæturnar á milli hinna fjölbreytilegustu tómstunda.
Rebekka, unglingurinn okkar, er nú komin í síðasta bekkinn í gaggó! Brillerar í skólanum eins og alltaf og sagði við mig um daginn með ljóma í augunum: "Kjarneðlisfræði er ógeðslega skemmtileg" - og meinti það! Hún tók samræmda prófið í stærðfræði sl. vor, ári á undan áætlun, og fær nú að sækja stærðfræði í menntaskólanum sem hún ætlar í næsta vetur! Nokkuð sem er ekki algengt hér. reyndar er hún fyrsta og eina tilfellið í sögu Fagralækjarskólans. Eins og þetta sé ekki nóg er hún auðvitað ennþá að læra á þverflautuna, spila í lúðrasveitinni og æfa drill, en í staðinn fyrir sundið skellti hún sér í karate í staðinn. Hún fetar þar með í fótspor föður síns og er meira að segja að æfa sömu tegund af karate og hann gerði á hennar aldri, Shotokan. Já, það er ekki hægt að segja annað en að hún sé ánægð með lífið.
Sesselja er alltaf á fullu eins og venjulega. Orðin 10 ára og alltaf glöð og kát. Henni gengur vel í skólanum og öllu öðru sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er ennþá að læra á hornið og er líka farin að læra á gítar. Við gáfum henni gítar í afmælisgjöf, rosalega flottan fjólubláan stelpugítar með glimmer, og eftir aðeins 2 kennsustundir er hún farin að spila Línu langsokk og sönginn hennar Ídu - og syngur auðvitað með! Hún er ennþá í kórnum og söngleikjakúrsinum, og ekki má gleyma ballettinum en þar er búið að færa hana upp um hóp. Þegar hún er ekki að spila á hljóðfæri, syngja eða dansa ballett, geysist hún gjarnan um á línuskautum eða hjólabretti, enda dettur hún út af á kvöldin.
Það gengur líka vel með "stækkunina" hjá henni og hún er meira að segja farin að sprauta sig sjálf á kvöldin, nokkuð sem vinkonur hennar horfa á með óttablandinni hrifningu. Í fyrsta sinn síðan hún var 4 ára er hún loksins að verða búin að ná sinni stærðarkúrfu aftur, sem er þó undir meðalkúrfunni. Svo að þetta er allt á réttri leið.
Diljá er líka búin að stækka heilmikið - "herregud", eins og Svíarnir segja og hefur sótt allverulega mikið á systur sína í sumar. Hún er mjög ánægð á leikskólanum og á orðið 2 bestu vinkonur sem heita Tea og Emmie og fær oft að fara heim til þeirra og leika eða bjóða þeim í heimsókn hingað. Hún er byrjuð í dansskóla einu sinni í viku og finnst það alveg rosalega skemmtilegt. Þar eru líka tvær aðrar stelpur af deildinni hennar á leikskólanum og þær eru duglegar að kenna hinum krökkunum dansa og leiki sem þær læra í dansskólanum.
Diljá er líka búin að þroskast ótrúlega mikið í sumar og það er gaman að spjalla við hana. Hún spáir í allt og hefur sérstaklega gaman af að skrifa og læra stafina. Það kæmi mér ekki á óvart þó að hún yrði sami námshesturinn og Rebekka. Hún er líka mjög dugleg að teikna (eins og Rebekka) og hefur gaman af að perla og föndra. Á kvöldin vill hún láta lesa fyrir sig og síðan fer hún með bænirnar sínar. Hennar útgáfa af Faðir vorinu er svohljóðandi:
Faðir vor, þú sem ert á himmeli. Helgist þitt namn. Tilkomi þitt ríki, mátturinn og dýrðin. Að eilífu. Amen.
Sé hún leiðrétt á réttum stað kemst hún hins vegar nánast klakklaust í gegnum alla bænina og svo finnst henni rosalega gaman að signa sig á eftir. Svo snýr hún sér upp í horn og er dottin út af á augabragði.
Óli spilar og spilar og spilar og spilar. Og vinnur. Og skutlar stelpunum út um borg og bí eftir þörfum. Og spilar svo aðeins meira. Ég held að hann sé í 4 hljómsveitum núna, annars er ég ekki alveg viss. En það er gaman hjá honum, svo mikið er víst.
Og svo er það ég sjálf. Ég hef nú ekki látið eftir mér neinar tómstundir, enda nóg að gera að vinna og sinna börnum og búi. Ég elska vinnuna - finnst rosaega gaman og gengur bara vel! Ég er komin yfir lágmarkið sem þarf að ná í sölu á mánuði og stefni bara áfram upp á við!
Haustið er búið að vera frekar blautt og þetta er kaldasta haust sem við höfum upplifað hér. Í dag var hins vegar fallegur dagur, sólin skein, það var hlýtt og skógurinn skartaði fögrum haustlitum. Diljá kom heim með hnetur sem hún hafði fundið. Þær höfðu dottið af einhverju trénu og Diljá orðið fyrri til en íkornarnir.
Mér finnst ég stundum búa í ævintýragarði þar sem ég er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt og skemmtilegt. Eftir rúmlega 2 ár er ennþá svo margt sem er framandi og spennandi og það er dálítið skrítin tilfinning. Ég sakna samt hafsins, sjávarlyktarinnar og norðurljósanna sem dönsuðu yfir húsinu okkar heima á Hornafirði á veturna. Ég á örugglega eftir að njóta þess einhvern tímann aftur en núna ætla ég að njóta þess sem ég, Óli og stelpurnar höfum hér.
Njótið haustsins elskurnar mínar! Vonandi sjáumst við fljótt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.9.2008 | 16:54
THUMBS UP!
Hér kemur smáræði til að stytta ykkur stundirnar þar til ég má vera að því að skrifa almennilegt blogg.
Johnny Fuzz & the Streetcowboys (Óli minn á trommunum!) spiluðu fyrir börn, ellilífeyrisþega og öryrkja um daginn við frábærar undirtektir. Rebekka tók þetta upp á myndavélina sína og því eru þetta ekki hátæknigæði en það má samt hafa gaman af því. Annars vegar frumsamið lag eftir lögreglumanninn og gítarleikarann Johnny Fuzz og hitt er gamall slagari sem þið þekkið öll!
Góða skemmtun!
http://www.youtube.com/watch?v=EeeSU359_V4&feature=related
http://www.youtube.com/watch?v=Sf0dd3BNdm4&feature=related
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.9.2008 | 16:13
I´M BACK!!
Bara rétt að láta vita að hér eru allir á lífi og við góða heilsu, en eins og stundum áður hefur tæknin verið að stríða okkur! Unglingurinn kominn með fráhvarfseinkenni af msn-leysi og því læt ég þetta gott heita í bili en kem bráðum aftur með sjóðheitar fréttir úr sælunni hér í Svíþjóð!
Yfir og út!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)